Saturday, October 31, 2009

Stórfættar rollur eyðileggja Ísland

Það er furðulegt hvað RÚV sneiðir framhjá þjóðfélagsumræðunni síðustu daga og hefði maður haldið að á þessum umrótar tímum væri svo nauðsynlegt að hafa öflugt Sjónvarp. Sjónvarpið gefur umræðunni um spillingu í landinu lítin sem engan gaum eyðir að mestu 10 mín til að ræða stærstu spillingarmálin sem á landinu eru en eyða svo dögum í það að ræða 80 milljóna úthlutunarfé Ráðherra og þá aðalega fyrrverandi Ráðherra þegar milljarðar eru afskrifaðir af kúlulánafólki.

Í vettvangi vikunnar í gær þá koma tvær ágætar konur til að ræða hvað hefur verið í gangi, umsjónarmaður þáttarins segir svo við annan viðmælanda sinn, "þú vildir endilega ræða þessi barnalán Glitnis?" Þú vildir endilega ræða!!!!! það sem sagt var ekkert á könnunni hjá stjórnanda þessa viðtals að ræða þau mál sem fóru mest fyrir brjóstið á þjóðinni í vikunni?
Er þetta eitthvað tabú? það er verið að fara yfir vikuna og fyrirferðamesta umræðuefnið eru stórfættar rollur upp á hálendinu?

Svo fara aðrar 10 mínútur í að ræða við einhvern leiðinlegasta uppistandara sem ég hef á ævina fylgst með, og kvíði sárann að fylgjast með skaupinu ef þetta er það besta sem þessi maður getur komið með.

Það virðist vera einhver skipun að ofan að ekki skuli ræða viðkvæm málefni smb. kúlulánafrumvarpið, hálf mínúta í fréttum svo varla söguna meir. Ef við fáum ekki sanngjarna þjóðmálaumfjöllun í Kastljósi (því ekki er mikið úrval stjórnmálaþátta á RÚV) hvar fáum við hana þá? Hjá Davíð og mogganum? eða Fréttablaðinu og Jón Ásgeir, DV og Hreini? Viðskiptablaðinu/mogginn? Pressan mataðir af Framsóknarmönnum og kúlulánaþeganum Björn Inga, Smugunni þar sem allar fréttir eru skrifaðar af Femmínistm?
Nei það er engin sjálfstæður miðill á þessu landi því er lífsnauðsyn fyrir þetta land að RÚV standi sig í pólitískri umfjöllun.

Það er búið að koma allri nauðsynlegri umræðu undir stól, og því mun ekkert breytast, Jón Á heldur sínu veldi, kvótakerfið breytist ekki, kúlulánin falla niður og almenningur mun þurfa að greiða af 3ja herbergja íbúð það sem eftir er ævinna... Og allt í boði RÚV


Free Blog Counter


Thursday, October 29, 2009

RÚV ALLRA ÞINGMANNA

Svo virðist sem RÚV sé orðið fréttamiðlari, sem aldrei rannsakar sýnar eigin fréttir en birtir eingöngu fréttatilkynningar frá ráðuneytunum og passar sig á því að taka ekki á neinum málum sem eru virkilega viðkvæm, kíkjum á eitt dæmi.

Síðast í kvöld

Glitnir lánar 12 ára gömlum börnum 10 milljónir í lán!!!
Hvað gerði RUV, höfðu þeir samband við Glitni og spurðu hverjir heimiliðu lánið? NEI
Höfðu þeir samband við sýslumanninn í Hafnarfirði? NEI
Töluðu þeir við barnaverndarstofu? NEI
Töluðu þeir við einhvern ráðherra? NEI

Ég trúi því að 99% af þjóðinni vildi sjá eitthvað rannsakað um þetta mál, en nei, það má ekki styggja ákveðnar elítur í þessu landi

Hvað ræða þeir um í kastljósi?

hverjum er ekki sama, því það er ekki það sem skiptir fólkið í landinu máli

Er Davíð kannski Baugsmaður

Ég tel eiginlega enga spurningu um það að Davíð sé Baugsmaður.

Landsbankinn sem hann svona þægilega seldi Björgólfunum með því skilyrði að fá framkvæmdastjóra flokksins inn í bankaráð og menn í stjórn,(og vafalítið margt meira) var stærsti viðskiptabanki Baugs á Íslandi.
Hefði maður sem réði lögum og lofum í Baugi og átti þar að auki sinn eigin banka fært viðskipti sín yfir til banka þar sem öfl sem voru og eru tilbúin að gera hvað sem er til að eyðileggja viðskiptaveldi þeirra réðu ríkjum? Er það ekki furðulegt?

Baugur átti svo stærstan hlut í Glitnir og þar sat samstarfsmaður DO í stjórn sjóðs 9 sem ítrekað braut lög og tók við ónýtum veðum frá Baugsfyrirtækjum í skiptum fyrir sparifé almennings?

Nú Davíð hefur verið óbilgjarn á Kaupthing að leka upplýsingum til vinkonu sinnar Agnesar Braga til að draga upp ósómann í kringum þann banka en aldrei reynir hann að koma höggi á stórvin sinn í Baugi, hann svo mikið sem ræðir hann varla meira.

Er kannski möguleiki á að þetta sé allt allsherjar sjónarspil, það hefur nú komið í ljós á Íslandi að raunveruleikinn nær fran yfir allt ímyndunarafl.

Það er ekki nóg að bara Samfylkingin haldi verndarhendi yfir Baug, til þess er Sjálfstæðisflokkurinn alltof vel tengdur, ef þeir vildu koma höggi á Baug myndu þeir gera það.

Mín skoðun er sú að Davíð Oddsson sé ekkert nema BAUGSMAÐUR



Free Blog Counter


Wednesday, October 28, 2009

Hér er grein frá Svipunni um þessi snilldarlög Árna Páls

Ný sett lög félags- og tryggingamálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, um greiðsluaðlögun lána miðast við að staðfesta eignaupptöku fjármálastofnana í heimilum lántakenda. Skjalborgin var sem sagt sett um fjármagnseigendur en ekki heimilin.


Greinin er hér

Í tilkynningu HH segir:
„Að mati stjórnar HH hefur á engan hátt verið svo mikið sem nálgast kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um leiðréttingu höfuðstóla íbúðalána heimilanna hvað þá leiðréttingu á öðrum neytendalánum eða endurskoðun á verðbreytingarákvæðum íbúðalána og útreikningum verðtryggingar. Hvorki stjórnvöld, samtök fjármálafyrirtækja né landssamband lífeyrissjóða hafa tekið boði samtakanna um samningaviðræður.“

Bankarnir hirða mismuninn
Almennir lántakendur eiga enga sök á því fjármálahruni sem hér hefur orðið en eru látnir bera allar byrðar þess án nokkurs réttlætis. Stjórnvöld reyna að blekkja fólk með því að tala um leiðréttingu afborgana, sem er auðvitað ekki raunveruleg leiðrétting heldur er verið að lengja í snörunni. Kröfuhafar hafa nú þegar fellt niður stóran hluta þessara lána. Innlenda bankakerfið, með aðstoð stjórnvalda, ætlar hins vegar ekki að láta leiðréttinguna ganga til lántakendanna sjálfra heldur nota mismuninn til að stinga í eigin vasa.

Greiðsluverkföllin halda áfram
Það er ljóst að það hefur með engum hætti verið komið til móts við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna og félagsmanna þeirra. Næsta greiðsluverkfall hefst væntanlega í um miðjan nóvember og stendur langt fram í desember. Þessa dagana er verið er að ræða hvort það á að láta það ná, með táknrænum hætti fram yfir Jól. Hagsmunasamtök heimilanna verða með opinn borgarafund í Iðnó 2. nóvember.




Free Blog Counter


Þingmenn með 148.000 kr á mánuði

Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi Föstudaginn 23. Október fela í sér að bankinn getur ráðstafað eignum og launum fólks, og skilið eftir 148.000 kr til ráðstöfunnar fyrir fjölskyldu með tvö börn.

Unnur þingmaður Sjálfstæðisflokks sem var í Silfrinu á Sunnudaginn gaf það út að lang flestir þingmenn væru þarna af hugsjón en ekki vegna valda eða peninga.

Ef það er satt, hvernig væri þá einfaldlega að greiða Þingmönnum 148þ. á mánuði, ef þeir eru virkilega þarna til að byggja upp betra land og telja það að fólkið í landinu geti framfleytt sér og tveimur börnum fyrir 148þ. þá hljóta þeir að geta byggt upp líf fyrir sama pening.

Nú ef þeir eru þarna til að græða peninga, þá flytja þeir sig yfir í einkageirann... er þetta ekki eina leiðin til að losna við lýðskrumara af þingi?


Free Blog Counter


Jónína Ben og Norræn Landsbankastjórn

Það er vert að benda á það sem Jónína Ben skrifaði í athugasemdir á eyjunni í gær.
Oft hef ég furðað mig á algjörri þögninni um Landsbankan fyrir utan ICESAVE en þar sem ICESAVE var í gangi er alveg öruggt að önnur vitlysi var einnig í gangi, en ekkert kemur í ljós frá bönkunum, gæti þetta hér verið skýringin?

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans.Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Nánast hver einasti aðstoðarmaður kemur úr herbúðum Landsbankans, og það úr greinigardeild, en ég held að greiningardeildirnar hafi verið eitthvað albilaðasta batterý sem hægt var að finna í bönkunum, þeirra vinna var að ljúga að þjóðinni um það hversu glæsileg uppgjörin og hversu vitlausir allir aðrir væru, þetta er ekki fólk sem ég vil að sé með puttana einhversstaðar nálægt valdamestu mönnum þjóðarinnar.

Og ég tek undir sem einn bloggari skrifaði: Þetta er Norræn Landsbankastjórn


Free Blog Counter


Íslenskir ráðamenn halda áfram að gera lítið úr Íslandi

Það verður ekki hjá því komist að gagnrýna skammarför Bjarna Ben. á þing Norðurlandaráðs, maðurinn sannar það að hann hefur sammvisku á við djöfulinn. Að voga sér að koma á Norðurlandaráð og gagnrýna frændþjóðir okkar fyrir að lána ekki spilltustu stjórnmálamönnum í Evrópu 2000 milljarða er bara fáranlegt og sárara að hlusta á en orð fá lýst.

Ég skammaðist mín niður í maga við að hlusta á ummæli Bjarna á Norðurlandaráði fyrir það eitt að vera Íslendingur og hefur það nú ekki verið algjörlega dans á rósum eftir að hrokagikkirnir völsuðu hér um og keyptu allar helstu eignir dana á lánum.

Guð forði okkur frá því að fá þessa menn aftur í stjórn


Free Blog Counter


Tuesday, October 27, 2009

Kúlulán til Þingmanna?

Vinsamlega ef þið hafið getu á því að orða bréfið betur, sendið það á badbank79@gmail.com og ef einhver hefur facebook væri ekki verra ef þið mynduð stofna síðu sem myndi stuðla að því að þingmenn geri fjármálatengsl sín opinber.

Kæru Þingmenn

Í kjölfarið á mjög umdeildum lögum og furðulega áhugalausum blaðamönnum sendi ég eftirfarandi bréf til allra Þingmanna Íslendinga.

Í kjölfarið á mjög umdeildri lagasamþykkt síðastliðin Föstudag um niðurfellingu skatta á svokallað "kúlulánafólk" hefur spunnist upp mikil umræða um hvaða Þingmenn hafi notið þessara mjög svo sérstöku lána hjá gömlu bönkunum.

Því beini ég þessum spurningu að ykkur:

1.
Hefur þú kæri þingmaður og eða einhver nákominn þér átt í óeðlilegum lánaviðskiptum við gömlu bankanna? (smb. svokölluð kúlulán)
Ef þú skilur ekki skilgreininguna á kúluláni má nálgast hana hér: http://is.wikipedia.org/wiki/K%C3%BAlul%C3%A1n

2.
Hefur þú átt hlut í eða einhver nákominn þér eignarhaldsfélag sem hafði engar eignir nema lán sem var veitt fyrir hlutabréfum í hinum svokölluðu útrásarfélögum?

3.
Ef þú kýst ekki að svara þessum spurningum vinsamlega færðu rök fyrir því hvers vegna ekki.

ATHUGA:
Ég áskil mér rétt til þess að birta öll svör við mínum spurningum á blogginu mínu www.tverhaus.blogspot.com

Listi allra alþingismanna er að finna á blogginu mínu sem og svör sem mér hafa borist.
(listinn kemur þegar búið er að senda bréfið)
Kær kveðja
Þverhaus
www.tverhaus.blogspot.com


Free Blog Counter


Ekki fréttamennska á Íslandi

Maður er sífellt að velta fyrir sér hvar Íslensk blaðamennska er stödd og furðar sig endalaust á því að ekkert er rannsakað af blaðamönnum, þeir taka við fréttatilkynningum frá spunameisturum umorða fréttatilkynningarnar og mata þetta til fólksins eins og þeir hafi staðið í einhverskonar rannsóknarblaðamennsku.

Helstu atriðiðn sem maður veltir fyrir sér núna:

1. Hvar eru símapeningarnir?
2. Út af hverju eru sömu starfsmenn innan Landsbankans og Glitnis eins og voru fyrir hrun?
3. Hvaða þingmenn höfðu og hafa kúlulán?
4. Út af hverju vill Jóhanna ekki gefa út lista um hjverjir hafa fengið viðtal við hana?
5. Hvað varð um Stjórnlagaþingið?
6. Hvað eru stjórnarmenn fyrrv. bankana að gera í dag? hafa þeir einhverja aðkomu að bönkunum?
7. Hverjir eru hinir raunverulegu "erlendu kröfuhafar" Glitnis?
8. Af hverju er ekki verið að rannsaka hin furðulegu lög sem Árni Páll kom á síðastliðinn föstudag?
9. Hví er bankaleyndin enn óbreytt?
10. Hví ekki búið að koma í veg fyrir að menn geti stofnað ný einkahlutafélög og skilið skuldirnar eftir inn gömlu félögunum?
11. Er Agnes Braga á lífi?

Þetta er bara brotabrotabrotabrot af því sem blaðamenn þurfa að vera rannsaka.

Það er með ólíkindum hvað Íslensk fjölmiðlun er ritskoðuð, það væri kannski gott hjá einhverjum að taka það upp hjá sjálfum sér og rannsaka ritskoðunina í þessu þjóðfélagi.


Free Blog Counter


Saturday, October 24, 2009

Siðleysi á þingi nær nýju lágmarki

Það er orðið opinbert. Hinir kjörnu fulltrúar Íslendinga á Alþingi eru eiginhagsmunaseggir, siðlausir með öllu og ganga erinda fólks sem hafa komið þessari þjóð í alvarlegustu kreppu sem sést hvefur hjá vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni.

Það sem er hvað stærsta áhyggjuefnið hér hlýtur að vera það að allir fjórir flokkarnir á þingi, Framsókn ,Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og siðapostularnir í VG ætluðu að keyra í gegn niðurfellingu á svokölluðum kúlulánum án þess að greiða þurfi skatt af því.

Halló, hverskonar maður er félagsmálaráðherra, var súper ræðan hans daginn á undan, gerð til þess eins að þyrla upp ryki til þess að fela þennan gjörning sem var í farvatninu?
Maður hlýtur að spyrja, þar sem þessir menn víla nákvæmlega ekkert fyrir sér, til þess að leggja gildrur fyrir almenning.

Mér finnst þetta óþolandi, og ég furða mig dag og nótt á því að ekki sé búin að brjótast út borgarastyrjöld, það einfaldlega hlýtur að styttast í það.

Ég bara einfaldlega skil þetta ekki, ríkisstjórnin hlýtur að þurfa að segja af sér, sem og allir þingmenn sem hafa kúlulán, það þarf allt að koma í ljós, það þarf allt að vera upplýst.

Og nokkrir hlutir sem verða að koma í ljós eru:

Hví er bankaleyndin ennþá virk?
Hvar er stjórnlagaþingið?
Hvar eru lög um einkahlutafélög sem koma í veg fyrir að stinga peningum undan?
Hvar er rannsóknin á Landsbankanum og Glitnir?
Hví eru topparnir hjá gömlu bönkunum ennþá að starfa innan þessara banka?
Hvar er siðferði stjórnmálamanna?

67 Þingmenn, og 1 þingmaður vakti athygli á þessum viðbjóði sem var í gangi? hvað er orðið um þessa samkundu, svokallað HÁA ALÞINGI


Free Blog Counter


Friday, October 23, 2009

Egill og Björn

Ég hef verið að velta fyrir mér árásinni á Egil frá Birni Bjarna, furðuleg árás í ljósi þess að yfirleitt hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft laugardagskvöldin fyrir sig og sína smb. Gísli Marteinn þau voru nú furðuleg viðtölin þar oft á tíðum.

Gísli Marteinn með strákabrosið sitt að sverma fyrir Birni Bjarna og DO og fleirri mönnum, þá heyrðist nú ekki mikið um hvernig RUV væri misnotað, eða væri að brjóta lög en mér finnst þessi pistill Björns Bjarna einmitt lýsa Sjálfstæðisflokknum í hnotskurn, það er ekki leyfilegt að vera með sjálfstæðar skoðanir í Sjálfstæðisflokknum, ef þú fylgir ekki flokknum þá á helst að banna þig eða reka þig.
Væntanlega fer bara fyrir brjóstið á honum Birni að sjá RUV vera notaðan sem fjölmiðil en ekki sem áróðurs maskínu Sjálfstæðislokksins og stökkpall fyrir unga sjálfstæðismenn með stóra drauma.

Að vísu tel ég RUV vera í krísu, þeir þora ekki að birta eitt eða neitt eða rannsaka eitt eða neitt um hrunið þar sem þeir vita ekkert hverjir verða í stjórn eftir 12 mánuði.


Free Blog Counter


Gleyminn Súper Hagfræðingur

Ég bara verð að tjá mig um þetta, þegar ég horfði á fréttir RUV í gærkvöldi var smá frétt rétt fyrir lok fréttatímans um 500 milljón evra lán til Kaupþings svona rétt áður en ljósin voru endanlega slökkt.

Það var nú svona stiklað á stóru, og engin af hinum traustu fréttamiðlum hefur minnst á þetta í dag, enda allir miðlar tengdir inn í þetta lán.

En þar var Tryggvi Þór, sem sjálfur telur sig besta hagfræðing Íslandssögunar spurður að því hvort að hann kannaðist við það að öll innlán í Kaupthing S og F myndu renna inn í sérstakan reikning sem Kaupthingsmenn höfðu ekki aðgang að.

Nú Súper hagfræðingurinn, hann bara mundi það ekki... bara gleymt... já, svona, afdrifaríkasta ráðgjöf þessa manns sem hagfræðings, og hann man ekki smáatriði eins og hvort bankinn værin einfaldlega bara á hausnum......

Hverjar voru afleiðingar ráðgjafar hans, nú Íslenski seðlabankinn fór á hausinn

Skömm að þessum manni


Free Blog Counter


Nýja Ísland

Alveg frá fyrstu dögum núverandi ríkisstjórnar hef ég furðað mig á alþýðu þessa lands. Endalaust var rætt um Nýtt Ísland, breytt gildi og nýja stjórnmálamenn, en samt tróðst fólk inn í kjörklefana til að kjósa yfir sig tvo aldursforseta þingsins, og krafðist svo breyttra stjórnahátta.
Fyrir mér, var þetta algjörlega óskiljanlegt.

Ef maður aðeins veltir hlutunum fyrir sér, og í ljósi þess sem gerst hefur á þessu skeri, þá furðar maður sig óneitanlega á því að stjórnarandstaðan og kannski helst Jóhanna og Steingrímur á öllum sínum ferli hafi aldrei komið auga á spillingu hjá kollegum sínum á þingi, því nú er deginum ljósara að spillingin þreifst þar og var ekki vel falin, almúgi þessa lands sá þetta, hvernig gátu menn inn á þingi ekki séð þetta.

Ég persónulega gat ekki hugsað mér að kjósa Jóhönnu né Steingrím því að ég er fullviss um það að þau séu ófá málin sem orka siðferðislegs tvímælis sem þau kjósa að upplýsa ekki þjóðina um og ef þú þegir yfir glæp ertu meðsekur, og ég fæ ekki betur séð en að Jóhanna (sérstaklega þar sem hún var í ríkisstjórn) og Steingrímur liggi meðsek, í það minnsta fyrir stórkostlegt gáleysi að hafa ekki tekið eftir hvað væri raunverulega í gangi inn á hinu háa Alþingi.

En sagan klárast ekki hér, misvitrir Íslendingar vilja nú flykkjast á ný inn í kjörklefana til að kjósa syni þeirra sem komu okkur í sá aðstöðu sem við erum í dag við völd, í einfeldni sinni virðast Íslendingar trúa því að ný kynslóð fylgi nýjum siðferðislegum gildum, þrátt fyrir það að hafa verið aldnir upp af algjörlega siðlausum mönnum, þetta fyrir mér er einnig einstaklega furðulegt.

Maður hlýtur að velta því fyrir sér, hvort að stærstu mistök dana hafi verið að gefa Íslendingum landið sitt til baka, við virðumst hafa siðferði víkinganna og greind Islensku rollunar, eða að við þjáumst af Stokkhólms syndrominu á háu stigi.

Ég vona innilega að þetta sé Stokkhólmsheilkennið því að það er hægt að lækna, en heimsku, er efiðara að eiga við

Tuesday, October 6, 2009

Guð blessi Ísland hvað finnst fólki

Ég veit ekki....

Hefur einhver séð myndina guð blessi Ísland...

Maðurinn virkar á mig sem mesti promo gæji Íslands, jafnvel betri heldur en Bárðarson.... hvað finnst ykkur..

Stella eyðilagði landið okkar

Einhver Stella kommentar að ICESAVE sé ekki eingetið barn Sjálfstæðisflokksins.

Það er algjörlega rétt hjá þér Stella, IceSlave vandamálið er tvígetið þroskaheft barn (með fullri virðingu fyrir þroskaheftum) afsprengi gjörspilltra Stjórnmálamanna Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.

Ég ætla ekki að hvítþvo Samfylkinguna hér, en andskotinn hafi hana einnig.

Ég veit ekki betur en að Stjórnarmaður í bankaráði Landsbankans hafi verið Sjálfstæðismaður og góður VINUR DO...
Ég veit ekki betur en að Geir H Haarde hafi ekki einu sinni hring í Gordon Brown þegar hann setti hryðuverkalögin (eitthvað segi manni að hann viti meira en hann segir)
65% af Lýðræðistíma á Íslandi.. AUÐVITAÐ BER SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN AÐ MINNSTA KOSTI 65% ÁBYRGÐ... EN 100% ÁBYRGÐ FRÁ 1990

ÞarF einhver að segja manni Sálfstæðisflokkurinn hafi ekki vitað hvað var í gangi, með menn á öllum póstum......

Það er fólk eins og Stella sem er að eyðileggja landið okkar

Monday, October 5, 2009

Þjóðstjórn

PokerInside.com

Ég hef mikið heyrt stjórnarandstöðuna ræða um þjóðstjórn, ég persónulega hef gríðarlegar efasemdir um þessa þjóðstjórnarpælingar.
Þegar menn geta ekki komið sér saman um algjörlega eitt né neitt, hvernig væri ástandið þá ef allir þessir eiginhagsmunaseggir sem eru formenn fjórflokkana að geta komið sér saman um eitthvað, ef það er eitthvað sem Íslenskir stjórnmálamenn geta komið sér saman um er það að níðast á almenningi þessa lands, það er staðreynd og sést best á því hvernig þeir hafa hlunnfarið auðkýfingana í þessu landi og barið á þeim sem minna mega sín.

Ég velti því nú einnig fyrir mér hvar er þetta blessaða þjóðstjórnarþing eða hvað sem það var sem barist var svo mikið fyrir, fyrir síðustu kosningar...

Nei, helst vildi ég losna við alla þessa stjórnmálamenn og byrja algjörlega upp á nýtt.

Saturday, October 3, 2009

Illugi og hinn margfrægi sjóður 9

PokerInside.com

Sjóður 9, er eitthvað stærsta vandræðabarn Sjálfstæðisflokksins, Sjálfstæðisflokkurinn dældi inn litlum 200 milljörðum inn í þessa sjóði, án þess að fjölmiðlar þessa lands hafi veitt því mikla athygli, og lítið spurt út í "hvers vegna" þess í stað birtu fjölmiðlar myndir af eldri borgurum sem töluðu um það að þeir hefðu verið plataðir til þess að setja inn spariféið sitt í þessa sjóði, en nú hafi ríkið hjálpað þeim, minnir svolítið á "propaganda" kómmunismans. En við sem fylgjumst með Íslensku þjóðfélagi vitum að munurinn á kommunismanum og Íslensku lýðræði er sáralítill.

En víkjum nú sögunni að Illuga, Illugi var í stjórn þessa sjóðs, og eitt af vonarbörnum Sjálfstæðisflokksins, og menn vissu að ef í ljós kæmi að hann sæti í sjóð sem hefði brotið lög, þá væri hann búin í stjórnmálum, þess vegna dældi Geir H Haarde, sem vissi sem var að hans ferill var á enda 200 milljörðum til að tryggja vini sínum farsæla framtíð innan Sjálfstæðisflokksins.

Illugi fékk svona "Elsku Illugi er þetta satt" meðferð hjá Agli þegar hann kom þangað til að svara fyrir það á sínum tíma og hefur yfir höfuð sloppið fáránlega með glæpinn sem hann komst upp með.

Ég persónulega tel Illuga einhvern alspilltasta stjórnmálamann á Íslandi í dag, og menn ættu að kynna sér sögu sjóðs 9.

Friday, October 2, 2009

Eva Joly og hjartaræturnar

Það er eitthvað þegar Eva Joly ræðir, sem lætur manni líða öruggum, eins og mamma sé komin heim, og hún má aldrei aldrei aftur fara, en Íslendingar þurfa endalaust að þola hennar brotthvar... en smá er betra en ekkert ekki satt?

Ekki sammála, ef þessi kona vill virkilega berjast gegn spillingu, þá stæði hún hér og myndi berja á trumbur niður á austurvelli og krefjast þess að Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn myndu leggja sjálfa sig af... en getum við krafist þess?

Mitt svar er það, Ef LÍÚ og Mogginn skilur ekki uppsagnirnar, þá skilja þeir ekki þjóðina, ef stjórnvöld bjóða fólki ekki að neita Fréttablaðinu, eru þau viðhöll og tilbúin að styðja Fréttablaðið, og koma þannig fram fyrir fólki að þau hafi tryggt Jóni Ásgeiri fréttablaðið og bónus í trássi við vilja þjóðarinnar....
Ef fólk er fífl, þá er það áskrifandi að Mogganum, ef fólk er fífl, þá eltir það ekki bréfberann og rekur hann með harðri hendi út af lóð sinni ( sem verður ekki hans lengur)

Ég velti því enn frekar fyrir mér, hvers vegna að fólk skuli standa í því að verja stjórnmálaflokka, alveg sama í hvaða flokki þú ert, allir flokkar hafa tapað.

Just in case... The incredibly corrupted Icelandic environment

PokerInside.com


Eva Joly is back in Iceland today. A few things for her to consider:

1) Don‘t trust anyone in Iceland. Even the people you are working for. We are all too interconnected. Everyone has an agenda. Be open for sources that don‘t want to go through the filter around you. Set up a simple website and an email account abroad, on a foreign server and invite Icelanders to send you email. Have a foreigner you trust go through the email.

2) The judicial system is probably unequipped to deal with the magnitude of what you are dealing with. Icelandic lawyers and judges have always known they don‘t get very far in life without connections in the political arena and the business world. It starts in law school and they are all tainted somehow. An objective court could only be formed with foreigners. So be prepared for a disappointment at the courts, even if the cases built by the special prosecutor‘s office are rock solid.

3) Speak often and speak loudly. Make our plight known to the world. The government isn‘t doing it, the opposition is unable to, and there is a lot of spin out there. Regular comments or opinion columns in the world‘s media can move mountains, because under the veil of silence people are desperately trying to get things back to the way they were.

4) A regular update to the Icelandic people would be of great help because people need anything right now to convince them that things are being investigated. The feeling in Iceland is one of despair as it looks like the people most responsible for the economic crash are going to be the first ones to get back on their feet.

5) You are in for the long haul as you probably know. You have a lot on your plate and we respect that and are grateful you are here. Involve others of similar pedigree as yourself from abroad. Make the information you gather accessible to them, so that it is in safe hands if things go from bad to worse and the door slams in your face (say if the Progressive Party or Independence Party get back the reins). The UK’s SFO involvement is a great step.

Illa farið með Jón Ásgeir

PokerInside.com

Já, Jón Ásgeir á ekki sjö dagana sæla, niðurlægandi myndband af honum þar sem hann þurrkar ryk af jakkafötunum og hlær hefur verið birt á hinum misnotaða og grófa fréttamiðli RÚV og á nú einnig að fara á hvíta tjaldið svo að land og þjóð og jafnvel útlendingar geti séð þessi hrikalegu myndbrot.

Ég vil bara benda foreldrum á að halda börnunum sínum í fjarlægð frá þessari hrikalegu mynd.

Samúð okkar er öll hjá þér Jón Ásgeir, þú skalt berjast fyrir rétti þínum. Þú átt rétt á því.

Baráttukveðjur
Þverhausinn

Nóbellinn í Hagfræði

PokerInside.com

Íslenskir bankamenn fá Nobel í hagfræði

http://www.visir.is/article/20091002/VIDSKIPTI06/579329268

Höfðatala

PokerInside.com

Enn einu sinni eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu.

1 af hverjum 10 stærstu gjaldþrotum sögunnar á hverja 100.000 Íslendinga ekki slæmt það.

Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort við séum einfaldlega fær til þess að sjá um okkur sjálf, hvort að ekki verði að fara með okkur eins og geðsjúkt (með fullri virðingu fyrir þeim) fólk sem á það til að stofna sér og öðrum í hættu, bara einfaldlega taka af okkur sjálfræðið.

Því við erum sjálfum okkur verst, og því miður þurfa vinir okkar að þjást einnig.

Það lýsir sér nú kannski helst í því að fólk er alvarlega farið að huga að því að fara kjósa þá flokka sem komu okkur í þessa stöðu aftur?

Eigum við yfir höfuð einhvern rétt á að vera sjálfstæð?

Hæg sigling inn í 2007

PokerInside.com


Ég fagnaði því ákaft þegar ég sá fyrirsögnina um það að sérstakur saksóknari hafi farið inn hjá KPMG og PWC en varð fljótt daufur í bragði þegar ég sá að þeir voru ekki að rannsaka þá.
Í flestu siðmenntuðum löndum eru endurskoðendur rannsakaðir eftir svona stór gjaldþrot, þar sem raunverulega leikur engin vafi á því að lög hafi verið brotin, eru þá endurskoðendur gjarnan sektaðir fyrir að vera samsekir smb. Anderson eftir Enron.
En á Íslandi er þessu öðruvísi háttað, eins og svo margt annað í þessu hruni, Íslenska ríkið ræður sömu aðila og endurskoðuðu bankanna til þess að rannsaka hrunið, og vera endurskoðendur nýju bankanna það sýnir svo stórkostlegt vanhæfi, og svo gríðarlega spillingu að maður veltir því fyrir sér hvort að það sé einn einstaklingur heiðarlegur innan allra fjórflokkana.
Það er akkúrat ekkert eðlilegt við það að endurskoðendurnir fái að sleppa svona vel eins og þeir virðist fá að gera þessa dagana.

En kannski það sem manni finnst furðulegast (en þó ekki) er framlengt getuleysi fjölmiðla, maður var með eilitla von í byrjun hrunsins að fjölmiðlarnir yrðu teknir af elítunni og látnir í hendur á eitthvað minna umdeildu fólki en spillingin fékk að stjórna ferðinni einu sinni enn og Sjálfstæðisflokkurinn og LÍÚ fengu Morgunblaðið og Fréttablaðið fór til Samfylkingar og Baugs áfram, bróðurleg skipti á milli þessara tveggja stærstu flokka á Íslandi.
Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir venjulegt fólk að fylgjast með, og er aðal ástæða þess að stærstu leikarar hrunsins eins og KPMG og PWC fá að sleppa jafn vel og raunin er. Því það er ekkert aðhald frá fjölmiðlum og mun væntanlega ekki koma á næstu árum.

Við erum hægt og sígandi að sigla inn í sama raunveruleika og 2008

Thursday, October 1, 2009

Vandræðalegur Steingrímur

PokerInside.com
Öryrkjar og Sendiráðsmenn

Furðulegt viðtal við Steingrím J í Kastljósinu í kvöld, Látum það liggja á milli hluta að hann var algjörlega út og suður í sýnum flutningi, kannski þreyttur, eða eitthvað, en það stakk mig hvernig hann ver hátt launaða sendiráðsmenn fram yfir öryrkja, að heyra svona vitleysu frá VG er stórfurðulegt og virðist vera að þeir séu komnir jafn langt frá kjósendum sínum og Framsóknarflokkurinn.
Furðulegast fannst mér ummælin um það að allir þurfi að taka jafnt á sig í niðurskurðinum þegar framlög til sendiráða eru hækkuð, en öryrkjar látnir liggja eftir í drullupollinum
Einhvernvegin grunar mig að sendiráðsmennirnir gætu komist mun betur af án leiðréttingarinnar heldur en öryrkjar...

Ég hlýt að spyrja mig eftir svona viðtal... hvað stendur VG fyrir í dag?