Saturday, October 24, 2009

Siðleysi á þingi nær nýju lágmarki

Það er orðið opinbert. Hinir kjörnu fulltrúar Íslendinga á Alþingi eru eiginhagsmunaseggir, siðlausir með öllu og ganga erinda fólks sem hafa komið þessari þjóð í alvarlegustu kreppu sem sést hvefur hjá vestrænu ríki síðan í seinni heimstyrjöldinni.

Það sem er hvað stærsta áhyggjuefnið hér hlýtur að vera það að allir fjórir flokkarnir á þingi, Framsókn ,Sjálfstæðisflokkur, Samfylkingin og siðapostularnir í VG ætluðu að keyra í gegn niðurfellingu á svokölluðum kúlulánum án þess að greiða þurfi skatt af því.

Halló, hverskonar maður er félagsmálaráðherra, var súper ræðan hans daginn á undan, gerð til þess eins að þyrla upp ryki til þess að fela þennan gjörning sem var í farvatninu?
Maður hlýtur að spyrja, þar sem þessir menn víla nákvæmlega ekkert fyrir sér, til þess að leggja gildrur fyrir almenning.

Mér finnst þetta óþolandi, og ég furða mig dag og nótt á því að ekki sé búin að brjótast út borgarastyrjöld, það einfaldlega hlýtur að styttast í það.

Ég bara einfaldlega skil þetta ekki, ríkisstjórnin hlýtur að þurfa að segja af sér, sem og allir þingmenn sem hafa kúlulán, það þarf allt að koma í ljós, það þarf allt að vera upplýst.

Og nokkrir hlutir sem verða að koma í ljós eru:

Hví er bankaleyndin ennþá virk?
Hvar er stjórnlagaþingið?
Hvar eru lög um einkahlutafélög sem koma í veg fyrir að stinga peningum undan?
Hvar er rannsóknin á Landsbankanum og Glitnir?
Hví eru topparnir hjá gömlu bönkunum ennþá að starfa innan þessara banka?
Hvar er siðferði stjórnmálamanna?

67 Þingmenn, og 1 þingmaður vakti athygli á þessum viðbjóði sem var í gangi? hvað er orðið um þessa samkundu, svokallað HÁA ALÞINGI


Free Blog Counter


No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)