Tuesday, October 27, 2009

Ekki fréttamennska á Íslandi

Maður er sífellt að velta fyrir sér hvar Íslensk blaðamennska er stödd og furðar sig endalaust á því að ekkert er rannsakað af blaðamönnum, þeir taka við fréttatilkynningum frá spunameisturum umorða fréttatilkynningarnar og mata þetta til fólksins eins og þeir hafi staðið í einhverskonar rannsóknarblaðamennsku.

Helstu atriðiðn sem maður veltir fyrir sér núna:

1. Hvar eru símapeningarnir?
2. Út af hverju eru sömu starfsmenn innan Landsbankans og Glitnis eins og voru fyrir hrun?
3. Hvaða þingmenn höfðu og hafa kúlulán?
4. Út af hverju vill Jóhanna ekki gefa út lista um hjverjir hafa fengið viðtal við hana?
5. Hvað varð um Stjórnlagaþingið?
6. Hvað eru stjórnarmenn fyrrv. bankana að gera í dag? hafa þeir einhverja aðkomu að bönkunum?
7. Hverjir eru hinir raunverulegu "erlendu kröfuhafar" Glitnis?
8. Af hverju er ekki verið að rannsaka hin furðulegu lög sem Árni Páll kom á síðastliðinn föstudag?
9. Hví er bankaleyndin enn óbreytt?
10. Hví ekki búið að koma í veg fyrir að menn geti stofnað ný einkahlutafélög og skilið skuldirnar eftir inn gömlu félögunum?
11. Er Agnes Braga á lífi?

Þetta er bara brotabrotabrotabrot af því sem blaðamenn þurfa að vera rannsaka.

Það er með ólíkindum hvað Íslensk fjölmiðlun er ritskoðuð, það væri kannski gott hjá einhverjum að taka það upp hjá sjálfum sér og rannsaka ritskoðunina í þessu þjóðfélagi.


Free Blog Counter


No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)