Tuesday, October 27, 2009

Kúlulán til Þingmanna?

Vinsamlega ef þið hafið getu á því að orða bréfið betur, sendið það á badbank79@gmail.com og ef einhver hefur facebook væri ekki verra ef þið mynduð stofna síðu sem myndi stuðla að því að þingmenn geri fjármálatengsl sín opinber.

Kæru Þingmenn

Í kjölfarið á mjög umdeildum lögum og furðulega áhugalausum blaðamönnum sendi ég eftirfarandi bréf til allra Þingmanna Íslendinga.

Í kjölfarið á mjög umdeildri lagasamþykkt síðastliðin Föstudag um niðurfellingu skatta á svokallað "kúlulánafólk" hefur spunnist upp mikil umræða um hvaða Þingmenn hafi notið þessara mjög svo sérstöku lána hjá gömlu bönkunum.

Því beini ég þessum spurningu að ykkur:

1.
Hefur þú kæri þingmaður og eða einhver nákominn þér átt í óeðlilegum lánaviðskiptum við gömlu bankanna? (smb. svokölluð kúlulán)
Ef þú skilur ekki skilgreininguna á kúluláni má nálgast hana hér: http://is.wikipedia.org/wiki/K%C3%BAlul%C3%A1n

2.
Hefur þú átt hlut í eða einhver nákominn þér eignarhaldsfélag sem hafði engar eignir nema lán sem var veitt fyrir hlutabréfum í hinum svokölluðu útrásarfélögum?

3.
Ef þú kýst ekki að svara þessum spurningum vinsamlega færðu rök fyrir því hvers vegna ekki.

ATHUGA:
Ég áskil mér rétt til þess að birta öll svör við mínum spurningum á blogginu mínu www.tverhaus.blogspot.com

Listi allra alþingismanna er að finna á blogginu mínu sem og svör sem mér hafa borist.
(listinn kemur þegar búið er að senda bréfið)
Kær kveðja
Þverhaus
www.tverhaus.blogspot.com


Free Blog Counter


No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)