Ég hef verið að velta fyrir mér árásinni á Egil frá Birni Bjarna, furðuleg árás í ljósi þess að yfirleitt hefur Sjálfstæðisflokkurinn haft laugardagskvöldin fyrir sig og sína smb. Gísli Marteinn þau voru nú furðuleg viðtölin þar oft á tíðum.
Gísli Marteinn með strákabrosið sitt að sverma fyrir Birni Bjarna og DO og fleirri mönnum, þá heyrðist nú ekki mikið um hvernig RUV væri misnotað, eða væri að brjóta lög en mér finnst þessi pistill Björns Bjarna einmitt lýsa Sjálfstæðisflokknum í hnotskurn, það er ekki leyfilegt að vera með sjálfstæðar skoðanir í Sjálfstæðisflokknum, ef þú fylgir ekki flokknum þá á helst að banna þig eða reka þig.
Væntanlega fer bara fyrir brjóstið á honum Birni að sjá RUV vera notaðan sem fjölmiðil en ekki sem áróðurs maskínu Sjálfstæðislokksins og stökkpall fyrir unga sjálfstæðismenn með stóra drauma.
Að vísu tel ég RUV vera í krísu, þeir þora ekki að birta eitt eða neitt eða rannsaka eitt eða neitt um hrunið þar sem þeir vita ekkert hverjir verða í stjórn eftir 12 mánuði.
Friday, October 23, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment
Vinsamlega reynið að vera kurteis :)