Friday, October 2, 2009

Hæg sigling inn í 2007

PokerInside.com


Ég fagnaði því ákaft þegar ég sá fyrirsögnina um það að sérstakur saksóknari hafi farið inn hjá KPMG og PWC en varð fljótt daufur í bragði þegar ég sá að þeir voru ekki að rannsaka þá.
Í flestu siðmenntuðum löndum eru endurskoðendur rannsakaðir eftir svona stór gjaldþrot, þar sem raunverulega leikur engin vafi á því að lög hafi verið brotin, eru þá endurskoðendur gjarnan sektaðir fyrir að vera samsekir smb. Anderson eftir Enron.
En á Íslandi er þessu öðruvísi háttað, eins og svo margt annað í þessu hruni, Íslenska ríkið ræður sömu aðila og endurskoðuðu bankanna til þess að rannsaka hrunið, og vera endurskoðendur nýju bankanna það sýnir svo stórkostlegt vanhæfi, og svo gríðarlega spillingu að maður veltir því fyrir sér hvort að það sé einn einstaklingur heiðarlegur innan allra fjórflokkana.
Það er akkúrat ekkert eðlilegt við það að endurskoðendurnir fái að sleppa svona vel eins og þeir virðist fá að gera þessa dagana.

En kannski það sem manni finnst furðulegast (en þó ekki) er framlengt getuleysi fjölmiðla, maður var með eilitla von í byrjun hrunsins að fjölmiðlarnir yrðu teknir af elítunni og látnir í hendur á eitthvað minna umdeildu fólki en spillingin fékk að stjórna ferðinni einu sinni enn og Sjálfstæðisflokkurinn og LÍÚ fengu Morgunblaðið og Fréttablaðið fór til Samfylkingar og Baugs áfram, bróðurleg skipti á milli þessara tveggja stærstu flokka á Íslandi.
Þetta er auðvitað ömurlegt fyrir venjulegt fólk að fylgjast með, og er aðal ástæða þess að stærstu leikarar hrunsins eins og KPMG og PWC fá að sleppa jafn vel og raunin er. Því það er ekkert aðhald frá fjölmiðlum og mun væntanlega ekki koma á næstu árum.

Við erum hægt og sígandi að sigla inn í sama raunveruleika og 2008

No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)