Friday, October 2, 2009

Höfðatala

PokerInside.com

Enn einu sinni eiga Íslendingar heimsmet miðað við höfðatölu.

1 af hverjum 10 stærstu gjaldþrotum sögunnar á hverja 100.000 Íslendinga ekki slæmt það.

Maður hlýtur að velta því fyrir sér hvort við séum einfaldlega fær til þess að sjá um okkur sjálf, hvort að ekki verði að fara með okkur eins og geðsjúkt (með fullri virðingu fyrir þeim) fólk sem á það til að stofna sér og öðrum í hættu, bara einfaldlega taka af okkur sjálfræðið.

Því við erum sjálfum okkur verst, og því miður þurfa vinir okkar að þjást einnig.

Það lýsir sér nú kannski helst í því að fólk er alvarlega farið að huga að því að fara kjósa þá flokka sem komu okkur í þessa stöðu aftur?

Eigum við yfir höfuð einhvern rétt á að vera sjálfstæð?

No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)