Saturday, October 3, 2009

Illugi og hinn margfrægi sjóður 9

PokerInside.com

Sjóður 9, er eitthvað stærsta vandræðabarn Sjálfstæðisflokksins, Sjálfstæðisflokkurinn dældi inn litlum 200 milljörðum inn í þessa sjóði, án þess að fjölmiðlar þessa lands hafi veitt því mikla athygli, og lítið spurt út í "hvers vegna" þess í stað birtu fjölmiðlar myndir af eldri borgurum sem töluðu um það að þeir hefðu verið plataðir til þess að setja inn spariféið sitt í þessa sjóði, en nú hafi ríkið hjálpað þeim, minnir svolítið á "propaganda" kómmunismans. En við sem fylgjumst með Íslensku þjóðfélagi vitum að munurinn á kommunismanum og Íslensku lýðræði er sáralítill.

En víkjum nú sögunni að Illuga, Illugi var í stjórn þessa sjóðs, og eitt af vonarbörnum Sjálfstæðisflokksins, og menn vissu að ef í ljós kæmi að hann sæti í sjóð sem hefði brotið lög, þá væri hann búin í stjórnmálum, þess vegna dældi Geir H Haarde, sem vissi sem var að hans ferill var á enda 200 milljörðum til að tryggja vini sínum farsæla framtíð innan Sjálfstæðisflokksins.

Illugi fékk svona "Elsku Illugi er þetta satt" meðferð hjá Agli þegar hann kom þangað til að svara fyrir það á sínum tíma og hefur yfir höfuð sloppið fáránlega með glæpinn sem hann komst upp með.

Ég persónulega tel Illuga einhvern alspilltasta stjórnmálamann á Íslandi í dag, og menn ættu að kynna sér sögu sjóðs 9.

No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)