Monday, October 5, 2009
Þjóðstjórn
Ég hef mikið heyrt stjórnarandstöðuna ræða um þjóðstjórn, ég persónulega hef gríðarlegar efasemdir um þessa þjóðstjórnarpælingar.
Þegar menn geta ekki komið sér saman um algjörlega eitt né neitt, hvernig væri ástandið þá ef allir þessir eiginhagsmunaseggir sem eru formenn fjórflokkana að geta komið sér saman um eitthvað, ef það er eitthvað sem Íslenskir stjórnmálamenn geta komið sér saman um er það að níðast á almenningi þessa lands, það er staðreynd og sést best á því hvernig þeir hafa hlunnfarið auðkýfingana í þessu landi og barið á þeim sem minna mega sín.
Ég velti því nú einnig fyrir mér hvar er þetta blessaða þjóðstjórnarþing eða hvað sem það var sem barist var svo mikið fyrir, fyrir síðustu kosningar...
Nei, helst vildi ég losna við alla þessa stjórnmálamenn og byrja algjörlega upp á nýtt.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment
Vinsamlega reynið að vera kurteis :)