Wednesday, October 28, 2009

Þingmenn með 148.000 kr á mánuði

Samkvæmt lögum sem samþykkt voru á Alþingi Föstudaginn 23. Október fela í sér að bankinn getur ráðstafað eignum og launum fólks, og skilið eftir 148.000 kr til ráðstöfunnar fyrir fjölskyldu með tvö börn.

Unnur þingmaður Sjálfstæðisflokks sem var í Silfrinu á Sunnudaginn gaf það út að lang flestir þingmenn væru þarna af hugsjón en ekki vegna valda eða peninga.

Ef það er satt, hvernig væri þá einfaldlega að greiða Þingmönnum 148þ. á mánuði, ef þeir eru virkilega þarna til að byggja upp betra land og telja það að fólkið í landinu geti framfleytt sér og tveimur börnum fyrir 148þ. þá hljóta þeir að geta byggt upp líf fyrir sama pening.

Nú ef þeir eru þarna til að græða peninga, þá flytja þeir sig yfir í einkageirann... er þetta ekki eina leiðin til að losna við lýðskrumara af þingi?


Free Blog Counter


No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)