Ný sett lög félags- og tryggingamálaráðherra, Árna Páls Árnasonar, um greiðsluaðlögun lána miðast við að staðfesta eignaupptöku fjármálastofnana í heimilum lántakenda. Skjalborgin var sem sagt sett um fjármagnseigendur en ekki heimilin.
Greinin er hér
Í tilkynningu HH segir:
„Að mati stjórnar HH hefur á engan hátt verið svo mikið sem nálgast kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna um leiðréttingu höfuðstóla íbúðalána heimilanna hvað þá leiðréttingu á öðrum neytendalánum eða endurskoðun á verðbreytingarákvæðum íbúðalána og útreikningum verðtryggingar. Hvorki stjórnvöld, samtök fjármálafyrirtækja né landssamband lífeyrissjóða hafa tekið boði samtakanna um samningaviðræður.“
Bankarnir hirða mismuninn
Almennir lántakendur eiga enga sök á því fjármálahruni sem hér hefur orðið en eru látnir bera allar byrðar þess án nokkurs réttlætis. Stjórnvöld reyna að blekkja fólk með því að tala um leiðréttingu afborgana, sem er auðvitað ekki raunveruleg leiðrétting heldur er verið að lengja í snörunni. Kröfuhafar hafa nú þegar fellt niður stóran hluta þessara lána. Innlenda bankakerfið, með aðstoð stjórnvalda, ætlar hins vegar ekki að láta leiðréttinguna ganga til lántakendanna sjálfra heldur nota mismuninn til að stinga í eigin vasa.
Greiðsluverkföllin halda áfram
Það er ljóst að það hefur með engum hætti verið komið til móts við kröfur Hagsmunasamtaka heimilanna og félagsmanna þeirra. Næsta greiðsluverkfall hefst væntanlega í um miðjan nóvember og stendur langt fram í desember. Þessa dagana er verið er að ræða hvort það á að láta það ná, með táknrænum hætti fram yfir Jól. Hagsmunasamtök heimilanna verða með opinn borgarafund í Iðnó 2. nóvember.
No comments:
Post a Comment
Vinsamlega reynið að vera kurteis :)