Thursday, October 29, 2009

Er Davíð kannski Baugsmaður

Ég tel eiginlega enga spurningu um það að Davíð sé Baugsmaður.

Landsbankinn sem hann svona þægilega seldi Björgólfunum með því skilyrði að fá framkvæmdastjóra flokksins inn í bankaráð og menn í stjórn,(og vafalítið margt meira) var stærsti viðskiptabanki Baugs á Íslandi.
Hefði maður sem réði lögum og lofum í Baugi og átti þar að auki sinn eigin banka fært viðskipti sín yfir til banka þar sem öfl sem voru og eru tilbúin að gera hvað sem er til að eyðileggja viðskiptaveldi þeirra réðu ríkjum? Er það ekki furðulegt?

Baugur átti svo stærstan hlut í Glitnir og þar sat samstarfsmaður DO í stjórn sjóðs 9 sem ítrekað braut lög og tók við ónýtum veðum frá Baugsfyrirtækjum í skiptum fyrir sparifé almennings?

Nú Davíð hefur verið óbilgjarn á Kaupthing að leka upplýsingum til vinkonu sinnar Agnesar Braga til að draga upp ósómann í kringum þann banka en aldrei reynir hann að koma höggi á stórvin sinn í Baugi, hann svo mikið sem ræðir hann varla meira.

Er kannski möguleiki á að þetta sé allt allsherjar sjónarspil, það hefur nú komið í ljós á Íslandi að raunveruleikinn nær fran yfir allt ímyndunarafl.

Það er ekki nóg að bara Samfylkingin haldi verndarhendi yfir Baug, til þess er Sjálfstæðisflokkurinn alltof vel tengdur, ef þeir vildu koma höggi á Baug myndu þeir gera það.

Mín skoðun er sú að Davíð Oddsson sé ekkert nema BAUGSMAÐUR



Free Blog Counter


No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)