Wednesday, October 28, 2009

Jónína Ben og Norræn Landsbankastjórn

Það er vert að benda á það sem Jónína Ben skrifaði í athugasemdir á eyjunni í gær.
Oft hef ég furðað mig á algjörri þögninni um Landsbankan fyrir utan ICESAVE en þar sem ICESAVE var í gangi er alveg öruggt að önnur vitlysi var einnig í gangi, en ekkert kemur í ljós frá bönkunum, gæti þetta hér verið skýringin?

Ingvi Örn Kristinsson er aðstoðarmaður Félagsmálaráðherra Árna Páls Árnasonar, en hann var framkvæmdastjóri Verðbréfasviðs Landsbankans.Einnig starfar hann sem ráðgjafi Forsætisráðherra.

Benedikt Stefánsson var í Greiningardeild Landsbankans og er núna aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar Efnahags- og Viðskiptaráðherra.

Björn Rúnar er skrifstofustjóri í Viðskiptaráðuneytinu. Hann var forstöðumaður í Greiningardeild Landsbankans

Edda Rós er núna fulltrúi Íslands í AGS í gegnum Samfylkinguna. Hún var forstöðumaður Greiningardeildar Landsbankans

Arnar Guðmundsson var í Greiningardeild Landsbankans. Hann er núna aðstoðarmaður Katrínar Júlíusdóttur Iðnaðarráðherra.

Nánast hver einasti aðstoðarmaður kemur úr herbúðum Landsbankans, og það úr greinigardeild, en ég held að greiningardeildirnar hafi verið eitthvað albilaðasta batterý sem hægt var að finna í bönkunum, þeirra vinna var að ljúga að þjóðinni um það hversu glæsileg uppgjörin og hversu vitlausir allir aðrir væru, þetta er ekki fólk sem ég vil að sé með puttana einhversstaðar nálægt valdamestu mönnum þjóðarinnar.

Og ég tek undir sem einn bloggari skrifaði: Þetta er Norræn Landsbankastjórn


Free Blog Counter


No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)