Saturday, October 31, 2009

Stórfættar rollur eyðileggja Ísland

Það er furðulegt hvað RÚV sneiðir framhjá þjóðfélagsumræðunni síðustu daga og hefði maður haldið að á þessum umrótar tímum væri svo nauðsynlegt að hafa öflugt Sjónvarp. Sjónvarpið gefur umræðunni um spillingu í landinu lítin sem engan gaum eyðir að mestu 10 mín til að ræða stærstu spillingarmálin sem á landinu eru en eyða svo dögum í það að ræða 80 milljóna úthlutunarfé Ráðherra og þá aðalega fyrrverandi Ráðherra þegar milljarðar eru afskrifaðir af kúlulánafólki.

Í vettvangi vikunnar í gær þá koma tvær ágætar konur til að ræða hvað hefur verið í gangi, umsjónarmaður þáttarins segir svo við annan viðmælanda sinn, "þú vildir endilega ræða þessi barnalán Glitnis?" Þú vildir endilega ræða!!!!! það sem sagt var ekkert á könnunni hjá stjórnanda þessa viðtals að ræða þau mál sem fóru mest fyrir brjóstið á þjóðinni í vikunni?
Er þetta eitthvað tabú? það er verið að fara yfir vikuna og fyrirferðamesta umræðuefnið eru stórfættar rollur upp á hálendinu?

Svo fara aðrar 10 mínútur í að ræða við einhvern leiðinlegasta uppistandara sem ég hef á ævina fylgst með, og kvíði sárann að fylgjast með skaupinu ef þetta er það besta sem þessi maður getur komið með.

Það virðist vera einhver skipun að ofan að ekki skuli ræða viðkvæm málefni smb. kúlulánafrumvarpið, hálf mínúta í fréttum svo varla söguna meir. Ef við fáum ekki sanngjarna þjóðmálaumfjöllun í Kastljósi (því ekki er mikið úrval stjórnmálaþátta á RÚV) hvar fáum við hana þá? Hjá Davíð og mogganum? eða Fréttablaðinu og Jón Ásgeir, DV og Hreini? Viðskiptablaðinu/mogginn? Pressan mataðir af Framsóknarmönnum og kúlulánaþeganum Björn Inga, Smugunni þar sem allar fréttir eru skrifaðar af Femmínistm?
Nei það er engin sjálfstæður miðill á þessu landi því er lífsnauðsyn fyrir þetta land að RÚV standi sig í pólitískri umfjöllun.

Það er búið að koma allri nauðsynlegri umræðu undir stól, og því mun ekkert breytast, Jón Á heldur sínu veldi, kvótakerfið breytist ekki, kúlulánin falla niður og almenningur mun þurfa að greiða af 3ja herbergja íbúð það sem eftir er ævinna... Og allt í boði RÚV


Free Blog Counter


No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)