Monday, November 23, 2009

Baugur og Bretarnir

Jæja, nú lýtur út fyrir að dæmið hafi hreinlega snúist við, nú koma bretar í innrás til Íslands allt í boði Kaupthing (get bara ekki sætt mig við Arion)

Fréttir herma að það verði komið inn með 10 milljarða og nú þegar sé búið að fella niður 25 milljarða.

Til þess að setja þessa tölu í samhengi þá er ágætt að gera sér grein fyrir því að 25.000 milljónir duga til þess að lækka húsnæðislán hjá 25 þúsund fjölskyldum um 1 milljón króna.
Og þetta er bara byrjunin.

Er ekki komin tími til þess að ryðjast inn í þinghús og spyrja hvern fjandann þessir menn eru að gera á þingi annað en að borða í fínum veislum á Spáni og í Albaníu á meðan landið riðar til falls.


Free Blog Counter


No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)