Ég er nú veikur heima og er að dunda mér við að lesa glærukynningu frá Aðalfundi Landsbankans 2008, þetta er hin forvitnilegasta lesning og eiginlega skemmtilegri heldur en maður hefði búist við.
Þarna má finna ýmsar athyglisverðar upplýsingar t.d var lausafjárstaða bankans um áramótin 2007-2008 8973 milljónir evra, það er óhugnanleg tala í Íslenskum krónum en endurgreiðslur á langtímalánum voru 747 milljónir evra, það þýðir að bankinn átti að hafa í lausu fé yfir 8200 milljónir evra eftir að búið var að greiða upp allar langtímaskuldir 2008, þar kemur einnig fram að heildarskuldir bankans séu 33.000 milljónir evra, (það telur að sjálfsögðu með innlán frá viðskiptavinum)
Þannig að í raun átti bankinn lausafé til að greiða upp 1/3 af öllum sínum skuldum 1. Janúar 2008. með innánum meðtöldum.
Ef við tækjum innlánin í burtu segja þeir í þessu riti að heildarlántaka með langtíma og skammtímaskuldum hafi verið 14.197 m. evra, sem sagt þeir voru með lausafé til að greiða u.þ.b 60% af öllum lánaskuldbindingum bara strax daginn eftir án þess að blikna.
En eins og kom fram fyrr í þessari kynningu hjá bankanum voru endurgreiðslur á lánum örlitlar árið 2008 og nóg af peningum til að mæta ófyrirséðum útgjöldum.
Eins og menn vita þá stórjukust innlán frá Janúar þar til í September í ICESAVE og hefði því lausafjárstaðan átt að stórbatna og bankinn í raun átt að vera einn að best fjármögnuðu bönkum í evrópu ef ekki bara heiminum því hlýtur maður að velta því fyrir sér, hvað varð um 8000m. evrurnar? þetta er vel yfir 1000 milljörðum króna? og með þessari aukningu á ICESAVE í Bretlandi og Hollandi hefði bankinn væntanlega átt að tvöfalda eiginfjárstöðu sína og vera með hátt í 15.000m evra þegar leið á árið og vera meira og minna fjármagnaður af innlánum og því ekki í neinni hættu á áhlaupi að minnsta kosti að geta varið sig hetjulega en út af hverju ætti einhver að ráðast á banka sem er með svona gríðarlega öfluga lausafjárstöðu og allt sitt á hreinu?
Þeir sýna á bls. 46 í gærunni að um áramótin hafi bankinn verið fjármagnaður 47% af innlánum.
Hvernig gat bankinn ekki lifað af?
Nú hef ég enga sérþekkingu á bankamálum, en það sem ég skil ekki er að engin Íslenskur hagfræðingur hafi labbað upp í RÚV og sagt, þessi skýrsla er bull.
Því þeir gátu ekki fjármagnað jack shit, ef maður bara notar slettu. Þessi skýrsla hlýtur að hafa verið tóm tjara frá A til Ö og það eitt og sér hlýtur að flokkast undir lögbrot að ljúga í aðalskýrslu hlutafélags, hvað með endurskoðendur þessara fyrirtækja PWC ?
En hver sem er er meira en velkominn að útskýra fyrir mér, veikum smáborgaranum hvernig var í pottinn búið, en persónulega finnst mér þetta vera kristal tært.
Að sjálfsögðu vakna upp nokkrar spurningar í kjölfarið á þessu samkvæmt þessari skýrslu hefði landsbankinn auðveldlega geta lifað með því að 40% til 60% af innlánum í Icesave væru tekin út, því að nóg var til af peningum í lausafé? út af hverju ætli Breska fjármálaeftirlitið að vera pirrast út í banka sem situr á hundruðum milljónum evra?
Svo það furðulegasta ef lausafjárstaðan var yfir 1000 milljarðar frá 1. janúar 2008 og svo bólgnuðu þessir reikningar út alveg fram í miðjan September 2009 þá hefði átt að liggja í lausafé að minnsta kosti 2000 milljarðar íslenskra króna við fallið hjá bankanum auk eigna sem bankinn ætti, en bankinn nær ekki einu sinni að greiða forgangkröfur út?
Einhver hlýtur að liggja á að minnsta kosti 1000 milljörðum Íslenskra króna samkvæmt þessari skýrslu ... ... ...
En eins og ég segi kannski er einhver sem getur útskýrt fyrir mér hvernig landið raunverulega liggur
Glærukynninguna má nálgast hér: http://www.landsbanki.is/Uploads/Documents/ArsskyrslurOgUppgjor/landsbanki_AGM_kynning_isl_apr_2008.pdf
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment
Vinsamlega reynið að vera kurteis :)