Nú veltir maður fyrir sér gildum ástæðum þess að ekki megi upplýsa þjóðina um þann bagga sem kemur og lendir á þjóðinni í boði Steingríms J.
Hvað gæti það mögulega verið, ég hef reynt að hugsa allt en einhvern vegin kemur það alltaf í hausinn á mér að ekki megi tilkynna þjóðinni þessar svo mjög gildu ástæður vegna þess að allir flokkar tengjast þessari gildu ástæðu.
Hvers vegna ættu allir flokkar að sammælast um það að ekki megi segja þjóðinni frá, það er bara eitt sem tengir alla flokka landsins saman, það er spilling.
Nú út af hverju geta þeir ekki sagt frá því ef Björgólfar voru að mafíast eitthvað um gjörvalla Evrópu? væri það ekki bara gott fyrir þá að koma upp um þá?
Út af hverju vilja þeir ekki upplýsa þjóðina um þessar gildu ástæður, út af hverju eigum við bara að borga og þegja og treysta þessum mönnum? Því þeir hafa verið svo traustverðir í fortíðinni?
1. Hryðjuverkalög á Landsbankann, Bretar notuðu umdeildustu lög landsins og brutu trúnað gagnvart kjósendum til að kyrrsetja eignir Landsbankans, þeir höfðu lofað því að þau yrðu aðeins notuð gagnvart hryðjuverkamönnum. Trúir því svo einhver að þetta hafi verið vegna símtals Árna Matts, eða einræðu DO í Kastljósi... come on það liggur eitthvað mikið meira að baki
2. Össur gerði nýlega samning við Björgólf Thor um skattaafslátt vegna Gagnavers, (væri ekki allt í uppnámi ef kæmi í ljós að hann væri krimmi) Við íslendingar vitum að hann er krimmi, en hann er ekki krimmi í viðskiptum fyrr en hann er dæmdur, þannig að stjórnmálamenn geta látið sjá sig með honum og svona en ekki ef hann væri dæmdur.
3. Sjálfstæðisflokkurinn nánast stjórnaði Landsbankanum og þar af leiðandi ómögulegt annað en að tengja alla helstu stjórnmálamenn innan Sjálfstæðisflokksins skipulagðri glæpastarfsemi.
4. Samfylkingin og VG sóttu alla sína aðstoðarmenn beint í spillingarbælið í Landsbankanum, stjórnin yrði að segja af sér vegna tengingar sinnar við spillingu og pólitískur ferill allra ráðherra væri búin.
5. Út afhverju að segja, þegar þú veist að þú kemst upp með að þegja?
6. Landsbankinn hefur verið ítrekað sakaður um að þjónusta Rússnesku mafíuna 2005 sendu bretar leyniþjónustuna til að kanna þau mál, (hvort haldið þið að þeir upplýsi þetta í fjölmiðlum eða noti þessar upplýsingar í pólitískum tilgangi?, Svona upplýsingar myndu enda ferill allra þingmanna sem hafa setið meira en þetta kjörtímabil og gera vonir Ingibjargar Sólrúnar um að flýja land og vinna skattfrjálst að mannsalsmálum í uppnám.
Þetta eru bara nokkur dæmi, og eflaust eru þau þúsund sinnum fleirri en þetta er allt bara svo hush hush....
Kannski segja einhverji að ég sé paranoid, þá mæli ég með því að þið lesið færsluna mína á undan þessari og svarið mér hvar peningarnir séu? Eða einfaldlega spá aðeins í því, er ekki það sem gerst hefur á Íslandi og öll þau spilling sem komið hefur í ljós miklu ótrúlegri en fólk hefði getað ímyndað sér?
Bara munið, ef orðin Landsbanki og stjórnmál koma upp í sömu setningu, getið þið verið nokkuð viss um að eitthvað gruggugt er í pokahorninu.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment
Vinsamlega reynið að vera kurteis :)