Alveg frá fyrstu dögum núverandi ríkisstjórnar hef ég furðað mig á alþýðu þessa lands. Endalaust var rætt um Nýtt Ísland, breytt gildi og nýja stjórnmálamenn, en samt tróðst fólk inn í kjörklefana til að kjósa yfir sig tvo aldursforseta þingsins, og krafðist svo breyttra stjórnahátta.
Fyrir mér, var þetta algjörlega óskiljanlegt.
Ef maður aðeins veltir hlutunum fyrir sér, og í ljósi þess sem gerst hefur á þessu skeri, þá furðar maður sig óneitanlega á því að stjórnarandstaðan og kannski helst Jóhanna og Steingrímur á öllum sínum ferli hafi aldrei komið auga á spillingu hjá kollegum sínum á þingi, því nú er deginum ljósara að spillingin þreifst þar og var ekki vel falin, almúgi þessa lands sá þetta, hvernig gátu menn inn á þingi ekki séð þetta.
Ég persónulega gat ekki hugsað mér að kjósa Jóhönnu né Steingrím því að ég er fullviss um það að þau séu ófá málin sem orka siðferðislegs tvímælis sem þau kjósa að upplýsa ekki þjóðina um og ef þú þegir yfir glæp ertu meðsekur, og ég fæ ekki betur séð en að Jóhanna (sérstaklega þar sem hún var í ríkisstjórn) og Steingrímur liggi meðsek, í það minnsta fyrir stórkostlegt gáleysi að hafa ekki tekið eftir hvað væri raunverulega í gangi inn á hinu háa Alþingi.
En sagan klárast ekki hér, misvitrir Íslendingar vilja nú flykkjast á ný inn í kjörklefana til að kjósa syni þeirra sem komu okkur í sá aðstöðu sem við erum í dag við völd, í einfeldni sinni virðast Íslendingar trúa því að ný kynslóð fylgi nýjum siðferðislegum gildum, þrátt fyrir það að hafa verið aldnir upp af algjörlega siðlausum mönnum, þetta fyrir mér er einnig einstaklega furðulegt.
Maður hlýtur að velta því fyrir sér, hvort að stærstu mistök dana hafi verið að gefa Íslendingum landið sitt til baka, við virðumst hafa siðferði víkinganna og greind Islensku rollunar, eða að við þjáumst af Stokkhólms syndrominu á háu stigi.
Ég vona innilega að þetta sé Stokkhólmsheilkennið því að það er hægt að lækna, en heimsku, er efiðara að eiga við
Friday, October 23, 2009
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment
Vinsamlega reynið að vera kurteis :)