Wednesday, December 30, 2009

ICESAVE SAMÞYKKT

Ég veit ekki hvað ég á að segja.

Ég hef alltaf trúað því að við eigum að greiða peningana til baka en með 5,5% vöxtum erum við að grafa börnin okkar.

Ég horfði á alþingi þegar þetta var samþykkt,  ég man síðast eftir svona tilfinningu þegar ég heyrði að ráðist hefði verið á tvíburaturnana í New York... VONBRIGÐI..

Ja hérna, ég held ég fari að sofa.

Thursday, December 24, 2009

Ruslið úr Landsbankanum hægt og rólega

Hægt og rólega kemur ruslið úr Landsbankanum nú síðast lottó lánið til Icelandic Group.

Það er í raun ekki hægt að útskyra þetta öðruvísi en Lottólán þar sem menn færa í fyrsta lagi skuldirnar inní annað félag og lána því svo án veða býst ég við stærsta hlutann af eiginfé bankans... þannig að ef félagið sem hefur engin veð fer á hausinn rýrna eignir bankans um hátt í 25%

Af hverju er þessi kona sem heimilaði lánið ennþá frjáls?  Hún raunverulega spilaði fjárhættuspil með peninga skattborgara og hirti fyrir það 2 milljónir á mánuði,  maður er orðin svo vonlaus að þegar maður sér Ísland nefnt í erlendum fréttum vill maður helst slökkva á sjónvarpinu þar sem maður veit að ef Ísland er nefnt þá eru það vondar fréttir.

Íslenska spillingin á sér enga líka og ég býst við að flestir glæponar skammist sín fyrir það hvað eymingjalegir þeir eru miðað við Íslensku glæponana.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item318389/

Sunday, December 20, 2009

RÚV enn einu sinni

Ég er nú búin að skrifa svo gríðarlega oft um RÚV og það illa að það nær ekki nokurri átt.

En það sem mér þykir spennandi nú er hvort að RÚV geri Ögmundi sama greiða og Jórunni og kippi fréttinni út þar sem þessi frétt, rétt eins og frétt Jórunnar er illa unninn,  eða það var að minnsta kosti hvað þeir sögðu þegar þeir fjölluðu um fréttina hennar Jórunnar....


Eða skiptir kannski máli í hvaða flokki þú ert VG, Sjálfstæðisflokki....

Tuesday, December 15, 2009

Yfirstéttin fær allt

Ótrúlegt það á að bjarga BYR

Þetta er mesta spilling sem ég veit um:

1. Hlutafjár aukning upp á einhverja milljarða
2. Lán fyrir hlutafjáraukningunni eru tekin sem kúlulán í föllnu bönkunum
3. BYR hluthafar greiða sér arð sem nemur meira en hlutafjáraukningunni
4. Kúlulánin eru afskrifuð en arðurinn situr eftir
5. Ríkið setur inn pening, hlutur hluthafa minnkar en þeir fá ennþá eitthvað fyrir sinn snúð.

ÞAÐ EINA RÉTTA Í STÖÐUNNI HLÝTUR AÐ VERA AÐ BANKINN VERÐI 100% Í EIGU RÍKISINS.

ANNARS ER ÞETTA 100% SPILLING

Monday, December 14, 2009

Veruleikafyrring

Ég verð svo ruglaður á að lesa nefndarálit minnihlutans að ég bara skil ekki upp né niður í þessu.

Nú gagnrýna þeir að hér eigi að byggja upp norrænt velferðarsamfélag og skattahækkanir ríkisstjórnainnar. Eins og það sé einhver möguleiki á því að byggja upp velferðasamfélag þegar land skuldar 300% af landsframleiðslu!!!

Annaðhvort er minnihlutinn heilalaus eða bara heimskur.
Þeir vita það fullvel að það er ekki fræðilegur möguleiki á að byggja hér upp norrænt velferðarsamfélag á næstu 30 árum, vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hélt að íslenskir skattborgarar væru þeirra persónulega peningabox og aðeins þeir útvaldir Sjálfstæðismenn og menn þóknanlegir þeim fengu aðgang að þessu peningaboxi.

Vegna þess hvernig þeir létu almenning í þessu landi taka ríkisábyrgð á sparnaði evrópubúa er Ísland við gjaldþrot, það er óneitanlega staðreynd. Kjartan Gunnarsson og DO tengjast báðir dýrustu afglöpum hrunsins og eru báðir í innsta koppi Sjálfstæðisflokksins.

ER HÆGT AÐ SEGJA ÞETTA EITTHVAÐ SKÝRAR.

KJARTAN GUNNARS: ICESAVE - Í BANKARÁÐI SÍÐAN 1992 700 MILLJARÐAR AÐ MINNSTA KOSTI FYRIR ÞENNAN APAKÖTT

DO - ÁSTARBRÉF FRÁ LANDSBANKA, GLITNI OG KAUPTHING - 400 MILLJARÐAR.

OG SVO BARA SMÁ BÓNUS ILLUGI OG SJÓÐUR 9 KOSTAÐI 200 MILLJARÐA

ÞARF AÐ SEGJA EITTHVAÐ MEIRA?

SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN ER ÞJÓÐINNI SKEMMANDI, KOM ÞJÓÐINNI Á HAUSINN, EYÐILAGÐI ÞJÓÐINA EINS OG NASISTAFLOKKURINN EYÐILAGÐI ÞÝSKALAND.

Ég held einfaldlega að Sjálfstæðisflokkurinn ætti að halda kjafti og einbeita sér að því að losna við krabbameininn sem skemmdu þetta land um ófyrirséða framtíð. Því eins og staðan er í dag, eru allir sömu menn að stjórna þessum flokki.

Og hvað mig varðar, þá kæri ég mig ekki að heyra orð frá þeim þar sem sömu lygarar og apakettir eru við stjórnvölin og fyrir hrun.

Þeir eru glæpamenn svo einfalt er það

Tuesday, December 8, 2009

ICESAVE+4Flokkarnir= Spilling inn að beini

Það er bara ein ástæða fyrir 4flokka sirkúsnum síðustu daga.

Það vita það allir að ÓRG mun samþykkja lögin, það vissu allir að "málamynda" málþóf yrði búið til á Alþingi...(það var gert til þess að segja að það hafi þurft að berja þetta í gegn)

Það vita allir að ef Sjálfstæðisflokkur væri í stjórn hefði hann líka samþykkt ICESAVE.

Ástæðan er einföld: BRETAR HRINGDU, SÆL JÓHANNA... JÁ, EF ÞIÐ SAMÞYKKIÐ EKKI ICESAVE ÞÁ LEKUM VIÐ ÖLLUM UPPLÝSINGUM UM ÍSLENSK FYRIRTÆKI, HVERNIG STJÓRNMÁLAMENN OG ÚTRÁSARVIKINGAR UNNU SAMAN, HVERNIG STJÓRNMÁLAFLOKKARNIR BEITTU SÉR FYRIR FYRIRTÆKJUNUM PÓLITÍSKT.

SVO Í ÞOKKABÓT MUNUM VIÐ STÖÐVA ESB, VIÐ MUNUM STÖÐVA ALLT FRÁ ÍSLENDINGUM Á ALÞJÓÐAVETTVANGI. VIÐ MUNUM BEITA OKKUR GEGN YKKUR ALLSTAÐAR. LOKA Á SCHENGEN, LOKA Á EES SAMNINGINN....

SAMÞYKKIÐ...

Og BARÁTTUHUNDURINN hann Steingrímur J.... var svo ekkert nema barinn lítill rakki

Monday, December 7, 2009

Þingmenn úr sambandi við almenning

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir sýnir svart á hvítu hvernig almenningur og þingmenn lifa í sitthvorum heiminum.

Það birtast dag eftir dag kannanir sem sýna það að þjóðin treysti ekki þingmönnum til þess að aðhafast nokkurn skapaðan hlut fyrir almenning, samt vogar þessi kona sér að koma og segjast treysta þingmönnum 100% til að rannsaka sjálfa sig betur ef það þarf?

Hvað er í gangi hérna, þetta er eldfimmt þetta hlýtur að kalla á byltingu

Þegar Þingmenn eru komnir svo langt út fyrir raunveruleikann og skynja þjóðfélagið jafn illa og Ásta Ragnheiður gerir þá er ekki von á góðu.

Vinstrimenn eru harðir að benda á það að skýrslan muni koma á sama tíma fyrir sjónir almennings og Þingmanna ég spyr:

1. Hver setur skýrsluna á netið?
2. Hver kippir út köflum sem ekki má birta?
3. Verður skráður listi birtur yfir alla sem fá að meðhöndla skýrsluna áður en hún verður birt á netinu?

Indriði og Sjálfstæðisflokkurinn

Nú verð ég nú væntanlega seint sakaður um að vera harður Sjálfstæðismaður en það gleður mig töluvert að sjá hvað Sjálfstæðismenn eru orðnir heiðarlegir, nú vilja þeir að allt fari rétta boðleiðir verði skrásett og að heiðarleiki ráði ríkjum á Alþingi og í embættismannakerfinu.

Samt vilja þeir ekki birta leyniskjölinn um ICESAVE samninginn, berjast fram í rauðan dauðann til að viðhalda bankaleynd vilja helst ekkert gefa upp um styrki í prófkjörum og sjá ekkert athugavert við það að varaformaður flokksins sé kúlulánaþegi sem studdi það að bankinn sem maðurinn hennar vann í og hún með honum áttu hlutabréf fyrir hundruðir milljóna króna fékk lán frá ríkissjóði og taldi sig ekki vanhæfa.
Þeim finnst ekkert undarlegt að þeir einir flokka hafi dæmdan glæpamann á þingi, og eina ástæðan fyrir því að hann komst aftur á þing var sú að hann hótaði að segja frá allri spillingunni sem hafði viðgengist á Alþingi á þeim árum sem þetta gerðist.

Já, það er furðulegt hvað Sjálfstæðismenn sjá alltaf bara aðra hliðina á myntinni.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að Indriði á að biðjast velvirðingar á mistökum sínum að nota einkapóst sinn í samskiptum við AGS fyrir hönd þjóðarinnar, og hann á að lofa þjóð sinni að framvegis muni hann fara eftir reglum. Litlum og ómerkilegum reglum og stórum og þýðingarmiklum reglum, það er einfaldlega þannig þegar þú vinnur hjá hinu opinbera þá átt þú að fara eftir reglum.

Sunday, December 6, 2009

Þór Saari og Hreyfingin

Svo virðist sem Hreyfingin sé eina stjórnmálaaflið sem lætur sig annt um Ísland og Íslendinga.

Það er svo furðulegt að með nýjum lögum sem má nálgast hér á að læsa og loka gögnum sem snúa að fjármálum fyrirtækja????

Hvernig getur verið að fjármál einstaklinga og fyrirtækja sem augljóslega eru lykilatriði í BANKAHRUNI verði ríkisleyndarmál í 80 ár?

Það ætti ekki að vera nema ef það séu 150% líkur á því að þeir einstaklingar og fyrirtæki sem fá að fela þessar upplýsingar tengjist engum þingmönnum og eða útrásarvíkingum eða ættingjum þeirra en við fáum ekki að vita það fyrr en eftir 80 ár ekki satt?

Hið furðulegasta mál er að Fjórflokkarnir hafa sammælst um að þegja yfir upplýsingum og hið nýja ísland með nýjum og betri Sjálfstæðisflokki og Framsókn taka undir að nú sé gott að þegja, segir manni bara eitt að þarna er eitthvað sem tengir alla Fjórflokkana sem ekki má koma fram Alþingi Íslendinga er orðið að einhverri samkundu fyrir gjörspillta stjórnmálamenn sem telja að almenningur sé svo vitlaus að það megi ekki segja honum eitt eða neitt, þetta gengur ekki og það á að krefjast þess að allar upplýsingar um ICESAVE verði gerðar opinberar.

Saturday, December 5, 2009

Fjórflokksgæðingar

Fjórflokksgæðingar hafa farið mikinn hérna síðustu daga við að sverta ímynd 3ja þingmanna á alþingi Íslendinga, væntanlega vegna þess að afgangurinn af þingmönnum þarf enga hjálp við að sverta sína ímynd.

Mér finnst þetta vera svo langt fyrir neðan beltisstað að ég á eiginlega ekki til orð.

Þetta sama fólk hefur kvartað mikið vegna þess að núverandi stjórnvöld eru í einhverjum feluleik sem þau tvímælalaust eru, en þeir sem styðja þessa flokki velta því ekki fyrir sér hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokkur berjist ekki gegn þessum feluleik, þeir virðast algjörlega sáttir við það að halda upplýsingum frá þjóðinni.
Og það bendir eingöngu til þess að þeir hafi Hagsmuna að gæta að þessar upplýsingar komi ekki fyrir almenningsjónir..... út af hverju gera Flokksgæðingarnir ekki þessa tengingu?

Það eru einungis Þingmenn Hreyfingarinna sem hafa bent á að eitthvað undarlegt sé í gangi með þennan feluleik og furðuleg bréf séu hluti af feluleiknum.

Þetta sýnir svo ekki verði um villst að Fjórflokksgæðingarnir hafa enga getu nú eða gáfur til þess að gagnrýna sína eigin flokka sem allir eru ábyrgir fyrir því sem þjóðin er að reyna að grafa sig út úr en það eina sem þeir geta lagt til umræðunnar er að ráðast á 3 þingmenn og velta því fyrir sér út af hverju þeir pissi standandi en ekki sitjandi.

Skömmustulegt skrif hjá mörgum af vinsælustu bloggurum landsins.

Friday, December 4, 2009

Þingmenn sem ekki eiga heima á þingi

Sumir þingmenn telja sig svo einstaklega sérstaklega klára að ekki sé hægt að byggja upp land og þjóð án þess að þeir fái að vera með.

Mitt persónulega álit er að ekki sé hægt að hefja endureisn á Íslandi fyrr en eftirfarandi þingmenn eru horfnir af þingi.
Eftirtaldir þingmenn að mínu mati eru svo einstaklega vanhæfir til að sitja á þingi að mér liggur helst á að líkja þeim við það að móðir láti dæmdan barnaníðing passa börnin sín fullkomlega meðvituð um hans fyrri glæpi.


Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir
Bjarni Benediktson, þó væri ekki nema bara af fjölskyldutengslum og viðskiptatengslum
Illugi Gunnarsson
Tryggvi Þór Herbertson
Jóhanna Sigurðardóttir - var á þingi í 30 ár, og á óneitanlega hagsmuna að gæta auk ábyrgðar
Steingrímur J Sigfússon - var á þingi í 30 ár, og á óneitanlega hagsmuna að gæta auk ábyrgðar

Árni Johnsen
Kristján L Möller
Pétur Blöndal
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson
Sigmundur Ernir Rúnarsson
Róbert Marshall
Valgerður Bjarnadóttir
Birkir Jón Jónsson
Ásta R Jóhannesdóttir
Össur Skarphéðinsson
Guðlaugur Þór Þórðarson
Björgvin G Sigurðsson

Allir þingmenn af þessum lista eiga með einum eða öðrum hætti sök á því hvernig þjóðinni var nauðgað, og ætla sér nú að reyna að hjálpa fórnarlambinu á bráðamóttökuna.

*Sigmundur Ernir, Róbert Marshall - Undanskildir hruninu en samt sem áður gjörsamlega vanhæfir.
*Þú verður ekki formaður Framsóknar og Sjálfstæðisflokks án þess að hafa haft ítök og völd til að koma stefnum fram innan þessara flokka þar af leiðandi eru Sigmundur og Bjarni mjög sekir í hruninu.


Free Blog Counter


Wikileaks

Svona beint í kjölfarið á síðustu bloggfærslu minni þá koma forsvarsmenn snilldarvefjarins Wikileaks og segja að verið sé að sannreyna upplýsingar sem bendli meðal annars Landsbankann(innsta kopp Sjálfstæðisflokksins) við viðskipti við Rússnesku mafíuna....
Það verður athyglisvert að fylgjast með því.


Free Blog Counter