Saturday, December 5, 2009

Fjórflokksgæðingar

Fjórflokksgæðingar hafa farið mikinn hérna síðustu daga við að sverta ímynd 3ja þingmanna á alþingi Íslendinga, væntanlega vegna þess að afgangurinn af þingmönnum þarf enga hjálp við að sverta sína ímynd.

Mér finnst þetta vera svo langt fyrir neðan beltisstað að ég á eiginlega ekki til orð.

Þetta sama fólk hefur kvartað mikið vegna þess að núverandi stjórnvöld eru í einhverjum feluleik sem þau tvímælalaust eru, en þeir sem styðja þessa flokki velta því ekki fyrir sér hvers vegna Framsókn og Sjálfstæðisflokkur berjist ekki gegn þessum feluleik, þeir virðast algjörlega sáttir við það að halda upplýsingum frá þjóðinni.
Og það bendir eingöngu til þess að þeir hafi Hagsmuna að gæta að þessar upplýsingar komi ekki fyrir almenningsjónir..... út af hverju gera Flokksgæðingarnir ekki þessa tengingu?

Það eru einungis Þingmenn Hreyfingarinna sem hafa bent á að eitthvað undarlegt sé í gangi með þennan feluleik og furðuleg bréf séu hluti af feluleiknum.

Þetta sýnir svo ekki verði um villst að Fjórflokksgæðingarnir hafa enga getu nú eða gáfur til þess að gagnrýna sína eigin flokka sem allir eru ábyrgir fyrir því sem þjóðin er að reyna að grafa sig út úr en það eina sem þeir geta lagt til umræðunnar er að ráðast á 3 þingmenn og velta því fyrir sér út af hverju þeir pissi standandi en ekki sitjandi.

Skömmustulegt skrif hjá mörgum af vinsælustu bloggurum landsins.

No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)