Sunday, December 6, 2009

Þór Saari og Hreyfingin

Svo virðist sem Hreyfingin sé eina stjórnmálaaflið sem lætur sig annt um Ísland og Íslendinga.

Það er svo furðulegt að með nýjum lögum sem má nálgast hér á að læsa og loka gögnum sem snúa að fjármálum fyrirtækja????

Hvernig getur verið að fjármál einstaklinga og fyrirtækja sem augljóslega eru lykilatriði í BANKAHRUNI verði ríkisleyndarmál í 80 ár?

Það ætti ekki að vera nema ef það séu 150% líkur á því að þeir einstaklingar og fyrirtæki sem fá að fela þessar upplýsingar tengjist engum þingmönnum og eða útrásarvíkingum eða ættingjum þeirra en við fáum ekki að vita það fyrr en eftir 80 ár ekki satt?

Hið furðulegasta mál er að Fjórflokkarnir hafa sammælst um að þegja yfir upplýsingum og hið nýja ísland með nýjum og betri Sjálfstæðisflokki og Framsókn taka undir að nú sé gott að þegja, segir manni bara eitt að þarna er eitthvað sem tengir alla Fjórflokkana sem ekki má koma fram Alþingi Íslendinga er orðið að einhverri samkundu fyrir gjörspillta stjórnmálamenn sem telja að almenningur sé svo vitlaus að það megi ekki segja honum eitt eða neitt, þetta gengur ekki og það á að krefjast þess að allar upplýsingar um ICESAVE verði gerðar opinberar.

No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)