Monday, December 7, 2009

Indriði og Sjálfstæðisflokkurinn

Nú verð ég nú væntanlega seint sakaður um að vera harður Sjálfstæðismaður en það gleður mig töluvert að sjá hvað Sjálfstæðismenn eru orðnir heiðarlegir, nú vilja þeir að allt fari rétta boðleiðir verði skrásett og að heiðarleiki ráði ríkjum á Alþingi og í embættismannakerfinu.

Samt vilja þeir ekki birta leyniskjölinn um ICESAVE samninginn, berjast fram í rauðan dauðann til að viðhalda bankaleynd vilja helst ekkert gefa upp um styrki í prófkjörum og sjá ekkert athugavert við það að varaformaður flokksins sé kúlulánaþegi sem studdi það að bankinn sem maðurinn hennar vann í og hún með honum áttu hlutabréf fyrir hundruðir milljóna króna fékk lán frá ríkissjóði og taldi sig ekki vanhæfa.
Þeim finnst ekkert undarlegt að þeir einir flokka hafi dæmdan glæpamann á þingi, og eina ástæðan fyrir því að hann komst aftur á þing var sú að hann hótaði að segja frá allri spillingunni sem hafði viðgengist á Alþingi á þeim árum sem þetta gerðist.

Já, það er furðulegt hvað Sjálfstæðismenn sjá alltaf bara aðra hliðina á myntinni.

En það breytir ekki þeirri staðreynd að Indriði á að biðjast velvirðingar á mistökum sínum að nota einkapóst sinn í samskiptum við AGS fyrir hönd þjóðarinnar, og hann á að lofa þjóð sinni að framvegis muni hann fara eftir reglum. Litlum og ómerkilegum reglum og stórum og þýðingarmiklum reglum, það er einfaldlega þannig þegar þú vinnur hjá hinu opinbera þá átt þú að fara eftir reglum.

No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)