Thursday, December 24, 2009

Ruslið úr Landsbankanum hægt og rólega

Hægt og rólega kemur ruslið úr Landsbankanum nú síðast lottó lánið til Icelandic Group.

Það er í raun ekki hægt að útskyra þetta öðruvísi en Lottólán þar sem menn færa í fyrsta lagi skuldirnar inní annað félag og lána því svo án veða býst ég við stærsta hlutann af eiginfé bankans... þannig að ef félagið sem hefur engin veð fer á hausinn rýrna eignir bankans um hátt í 25%

Af hverju er þessi kona sem heimilaði lánið ennþá frjáls?  Hún raunverulega spilaði fjárhættuspil með peninga skattborgara og hirti fyrir það 2 milljónir á mánuði,  maður er orðin svo vonlaus að þegar maður sér Ísland nefnt í erlendum fréttum vill maður helst slökkva á sjónvarpinu þar sem maður veit að ef Ísland er nefnt þá eru það vondar fréttir.

Íslenska spillingin á sér enga líka og ég býst við að flestir glæponar skammist sín fyrir það hvað eymingjalegir þeir eru miðað við Íslensku glæponana.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item318389/

No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)