Það er furðulegt hvað Pálmi Haraldsson hefur verið vanmetin í gegnum tíðina, reglulega kemur hann og segir frá því "heiðarlega" hvað raunverulega gerðist, sbr. hvernig hann kom í frægu viðtali í DV svokallað einlægt viðtal.
Málið er að sannanir liggja allstaðar, það þarf ekki saksóknara til að sjá glæpinn hjá FL Group, Sterling... eða Bönunum þar sem Pálmi byggði upp veldið sitt.
En Íslenskt réttarkerfi býr yfir þeirri ótrúlegu staðreynd að það eru ekki til lög yfir nokkurn skapaðan hlut nema það að halda múgnum í skefjum, og þar má beita hörku og það hefur svo sannarlega verið gert að horfa upp á hvernig dómskerfið hegðar sér gegn 9 einstaklingum er með eindæmum, en hvar eru lögregluþjónarnir þegar kemur að því að dæma fólk sem rústaði lífið 50% fjölskyldna í landinu þá eru þeir allir í kaffipásu? þegar kemur að hvítflibbum þá allt í einu eru allir fjölmiðlar að tala um hvað það er erfitt að vera í gæsluvarðhaldi ? Þessi umfjöllun hefur aldrei verið þegar grunaður barnaníðingur hefur verið tekin í gæsluvarðhald, nei, það er nefnilega öðruvísi núna...
Þetta eru svo fínir menn, og fengu borgað fyrir að vera svo sterkir, en þegar kemur að því að þeir þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sínum eru þeir ekki sterkari en það að þeir geta ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna þess að það er svo mikil andleg kúgun.
Maður hlýtur að spyrja sig.... hvað með andlega ofbeldið sem þessir menn hafa valdið tugþúsundum heimila á landinu? skiptir það ekki máli?
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment
Vinsamlega reynið að vera kurteis :)