Tuesday, February 2, 2010

Landsbankinn og stolnu peningarnir einu sinni enn

Miðað við hvað ICESAVE er gríðarlega stórt í umræðunni er furðulega lítil umfjöllun um hvað varð raunverulega um peningana,  það er vitað mál að stórum upphæðum var komið undan sem skipta jafnvel hundruðum milljarða Íslenskra króna en samt hefur ríkisstjórnin, sérstakur saksóknari, efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra nú eða FME ekki séð ástæðu til að athuga hvað varð um alla þessa peninga, það virðist vera almenn sátt í stjórnkerfinu að varpa þessu á skattborgara þessa lands og leyfa hinum sönnu glæpamönnum að sleppa.

Til að vekja aftur athygli á málinu ætla ég að benda á blogg Ólafs Arnarsonar frá 19. Janúar og færslu sem ég skrifaði 24. Nóvember 2009 en þar rýni ég í skýrslu frá Landsbankanum sem heitir "Að læra af reynslunni" en þar komst ég að nákvæmlega sömu niðurstöðu og Ólafur.



Free Blog Counter