Monday, January 11, 2010

ICESAVE - ICESLAVE

Hjá mér hefur það vakið furðu að lesa grein frá formanni ASÍ sem má lesa á pressunni en hann telur að samþykkt á ICESAVE bjargi Íslandi því að ef við samþykkjum ekki ICESAVE þá telur heimurinn að við getum ekki fjármagnað skuldirnar okkar... mér finnst þetta svolítið skrýtin ummæli í ljósi þess að við erum ekki að kjósa um hvort við eigum að greiða þessa peninga heldur hvort við getum staðið undir þessum samning,  þjóðin og nokkrir stjórnarþingmenn telja að þjóðin geti ómögulega staðið undir skuldbindingum þessa samnings og því verði að semja upp á nýtt á betri forsendum fyrir þjóðina.

Með öðrum orðum, þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um það að gera tilraun til þess að gera betri samning fyrir Íslensku þjóðina.

Hvernig getur þá alheimurinn og bankar og allir þeir sem sérhæfa sig í fjármálum komist að þeirri niðurstöðu að ef við höfnum samningnum í þeirrri mynd sem hann er að við séum ekki í stöðu til að fjármagna skuldirnar.

Það hefur komið fram að við eigum peninga til að standa við okkar skuldbindingar til 2012 það gefur okkur 2 ár til að semja um nýjan samning, og þar af leiðandi 2 ár til þess að lækka skuldirnar okkar.

Persónulega finnst mér að við ættum að láta á það reyna!!!

Og svona aðeins til stuðing við þetta þá bendi ég á ummæli Michael Hudson um matsfyrirtækin en þar bendir hann á að matsfyrirtækin hafi í fortíðinni gert sig sek um það að þjóna hagsmunum stórvelda.

No comments:

Post a Comment

Vinsamlega reynið að vera kurteis :)