Wednesday, May 12, 2010

Pálmi Í fullri hörku

Það er furðulegt hvað Pálmi Haraldsson hefur verið vanmetin í gegnum tíðina,  reglulega kemur hann og segir frá því "heiðarlega" hvað raunverulega gerðist,  sbr. hvernig hann kom í frægu viðtali í DV svokallað einlægt viðtal.

Málið er að sannanir liggja allstaðar,  það þarf ekki saksóknara til að sjá glæpinn hjá FL Group, Sterling... eða Bönunum þar sem Pálmi byggði upp veldið sitt.

En Íslenskt réttarkerfi býr yfir þeirri ótrúlegu staðreynd að það eru ekki til lög yfir nokkurn skapaðan hlut nema það að halda múgnum í skefjum, og þar má beita hörku og það hefur svo sannarlega verið gert að horfa upp á hvernig dómskerfið hegðar sér gegn 9 einstaklingum er með eindæmum, en hvar eru lögregluþjónarnir þegar kemur að því að dæma fólk sem rústaði lífið 50% fjölskyldna í landinu þá eru þeir allir í kaffipásu? þegar kemur að hvítflibbum þá allt í einu eru allir fjölmiðlar að tala um hvað það er erfitt að vera í gæsluvarðhaldi ?  Þessi umfjöllun hefur aldrei verið þegar grunaður barnaníðingur hefur verið tekin í gæsluvarðhald,  nei, það er nefnilega öðruvísi núna...

Þetta eru svo fínir menn, og fengu borgað fyrir að vera svo sterkir, en þegar kemur að því að þeir þurfi að taka ábyrgð á gjörðum sínum eru þeir ekki sterkari en það að þeir geta ekki verið í gæsluvarðhaldi vegna þess að það er svo mikil andleg kúgun.

Maður hlýtur að spyrja sig.... hvað með andlega ofbeldið sem þessir menn hafa valdið tugþúsundum heimila á landinu?  skiptir það ekki máli?

Thursday, April 8, 2010

Við erum ekki glæpamenn!!!

Við erum ekki glæpamenn, við erum ofsóttir af stjórnvöldum við viljum bara hjálpa fólkinu á Íslandi að kaupa inn vörur á lágu verði og við græðum í nánast ekki neitt á því.

Þetta vildu Bónus feðgar að við myndum halda, en komið hefur í ljós að þeir voru nú með annað á dagskránni,  en þegar öllu er á botninn hvolft,  veltir maður fyrir sér HVAR HAFA STJÓRNVÖLD VERIÐ... alþýða þessa lands hefur vitað það svo mánuðum skiptir að bankarnir voru rændir innan frá,  en stjórnvöld virðast forðast það eins og heitan eldinn að rannsaka hvers vegna landið fór í þrot,  enginn af stóru spilurunum hefur verið rannsakaður, flestir lifa ennþá við lúxus sem við venjulegir Íslendingar getum einungis dreymt um,  hvernig getur þetta kallast vinstri stjórn? ef hún hugsar einungis um hagsmuni þeirra ríku, en hunsar hagsmuni almennings?

Svei þér Steingrímur

Tuesday, February 2, 2010

Landsbankinn og stolnu peningarnir einu sinni enn

Miðað við hvað ICESAVE er gríðarlega stórt í umræðunni er furðulega lítil umfjöllun um hvað varð raunverulega um peningana,  það er vitað mál að stórum upphæðum var komið undan sem skipta jafnvel hundruðum milljarða Íslenskra króna en samt hefur ríkisstjórnin, sérstakur saksóknari, efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra nú eða FME ekki séð ástæðu til að athuga hvað varð um alla þessa peninga, það virðist vera almenn sátt í stjórnkerfinu að varpa þessu á skattborgara þessa lands og leyfa hinum sönnu glæpamönnum að sleppa.

Til að vekja aftur athygli á málinu ætla ég að benda á blogg Ólafs Arnarsonar frá 19. Janúar og færslu sem ég skrifaði 24. Nóvember 2009 en þar rýni ég í skýrslu frá Landsbankanum sem heitir "Að læra af reynslunni" en þar komst ég að nákvæmlega sömu niðurstöðu og Ólafur.



Free Blog Counter

 

Monday, January 11, 2010

ICESAVE - ICESLAVE

Hjá mér hefur það vakið furðu að lesa grein frá formanni ASÍ sem má lesa á pressunni en hann telur að samþykkt á ICESAVE bjargi Íslandi því að ef við samþykkjum ekki ICESAVE þá telur heimurinn að við getum ekki fjármagnað skuldirnar okkar... mér finnst þetta svolítið skrýtin ummæli í ljósi þess að við erum ekki að kjósa um hvort við eigum að greiða þessa peninga heldur hvort við getum staðið undir þessum samning,  þjóðin og nokkrir stjórnarþingmenn telja að þjóðin geti ómögulega staðið undir skuldbindingum þessa samnings og því verði að semja upp á nýtt á betri forsendum fyrir þjóðina.

Með öðrum orðum, þjóðaratkvæðagreiðslan snýst um það að gera tilraun til þess að gera betri samning fyrir Íslensku þjóðina.

Hvernig getur þá alheimurinn og bankar og allir þeir sem sérhæfa sig í fjármálum komist að þeirri niðurstöðu að ef við höfnum samningnum í þeirrri mynd sem hann er að við séum ekki í stöðu til að fjármagna skuldirnar.

Það hefur komið fram að við eigum peninga til að standa við okkar skuldbindingar til 2012 það gefur okkur 2 ár til að semja um nýjan samning, og þar af leiðandi 2 ár til þess að lækka skuldirnar okkar.

Persónulega finnst mér að við ættum að láta á það reyna!!!

Og svona aðeins til stuðing við þetta þá bendi ég á ummæli Michael Hudson um matsfyrirtækin en þar bendir hann á að matsfyrirtækin hafi í fortíðinni gert sig sek um það að þjóna hagsmunum stórvelda.

Wednesday, December 30, 2009

ICESAVE SAMÞYKKT

Ég veit ekki hvað ég á að segja.

Ég hef alltaf trúað því að við eigum að greiða peningana til baka en með 5,5% vöxtum erum við að grafa börnin okkar.

Ég horfði á alþingi þegar þetta var samþykkt,  ég man síðast eftir svona tilfinningu þegar ég heyrði að ráðist hefði verið á tvíburaturnana í New York... VONBRIGÐI..

Ja hérna, ég held ég fari að sofa.

Thursday, December 24, 2009

Ruslið úr Landsbankanum hægt og rólega

Hægt og rólega kemur ruslið úr Landsbankanum nú síðast lottó lánið til Icelandic Group.

Það er í raun ekki hægt að útskyra þetta öðruvísi en Lottólán þar sem menn færa í fyrsta lagi skuldirnar inní annað félag og lána því svo án veða býst ég við stærsta hlutann af eiginfé bankans... þannig að ef félagið sem hefur engin veð fer á hausinn rýrna eignir bankans um hátt í 25%

Af hverju er þessi kona sem heimilaði lánið ennþá frjáls?  Hún raunverulega spilaði fjárhættuspil með peninga skattborgara og hirti fyrir það 2 milljónir á mánuði,  maður er orðin svo vonlaus að þegar maður sér Ísland nefnt í erlendum fréttum vill maður helst slökkva á sjónvarpinu þar sem maður veit að ef Ísland er nefnt þá eru það vondar fréttir.

Íslenska spillingin á sér enga líka og ég býst við að flestir glæponar skammist sín fyrir það hvað eymingjalegir þeir eru miðað við Íslensku glæponana.

http://www.ruv.is/heim/frettir/frett/store64/item318389/

Sunday, December 20, 2009

RÚV enn einu sinni

Ég er nú búin að skrifa svo gríðarlega oft um RÚV og það illa að það nær ekki nokurri átt.

En það sem mér þykir spennandi nú er hvort að RÚV geri Ögmundi sama greiða og Jórunni og kippi fréttinni út þar sem þessi frétt, rétt eins og frétt Jórunnar er illa unninn,  eða það var að minnsta kosti hvað þeir sögðu þegar þeir fjölluðu um fréttina hennar Jórunnar....


Eða skiptir kannski máli í hvaða flokki þú ert VG, Sjálfstæðisflokki....