Thursday, April 8, 2010

Við erum ekki glæpamenn!!!

Við erum ekki glæpamenn, við erum ofsóttir af stjórnvöldum við viljum bara hjálpa fólkinu á Íslandi að kaupa inn vörur á lágu verði og við græðum í nánast ekki neitt á því.

Þetta vildu Bónus feðgar að við myndum halda, en komið hefur í ljós að þeir voru nú með annað á dagskránni,  en þegar öllu er á botninn hvolft,  veltir maður fyrir sér HVAR HAFA STJÓRNVÖLD VERIÐ... alþýða þessa lands hefur vitað það svo mánuðum skiptir að bankarnir voru rændir innan frá,  en stjórnvöld virðast forðast það eins og heitan eldinn að rannsaka hvers vegna landið fór í þrot,  enginn af stóru spilurunum hefur verið rannsakaður, flestir lifa ennþá við lúxus sem við venjulegir Íslendingar getum einungis dreymt um,  hvernig getur þetta kallast vinstri stjórn? ef hún hugsar einungis um hagsmuni þeirra ríku, en hunsar hagsmuni almennings?

Svei þér Steingrímur